Jólakveðja 2017

Þetta gerist á hverju ári, svei mér þá. Það koma jól. Þess vegna er kominn tími til að heimasíðan birti textann:

 

Gleðileg Jól 

Hornstrandir.is

Þessi heimasíða – www.fljotavik.is – var stofnuð fyrir margt löngu. Í fyrstu var hún gerð af mikilli vankunnáttu af minni hálfu, og það má segja að allt hafi, svona útlitslega,  farið niður á við í langan tíma eftir að ég hóf að setja eitthvað inn á síðuna. Hún leit vel út í fyrstu, eins og Ingólfur Gauti Arnarsson setti hana upp.

Margar aðrar heimasíður, hafa farið í gegn um lík niðursveifluferli, eða hreinlega verið óbreyttar árum saman, og þar af leiðandi líta út fyrir að vera – einmitt – “gamlar”.

Þessi síða fór loks yfir í nýtt og þægilegra vefumhverfi, fyrir 3-4 árum, og trúið mér þegar ég segi að það er mikill munur á, hversu auðveldara það er að nú uppfæra síðuna eða gera breytingar.

Svo eru það efnistökin? Ja – það er eitthvað annað. Þeir sem Continue reading “Hornstrandir.is”

Ættli? Ætli ? ….. Atli !

Jamm. 

Á morgun, segir sá lati. Einu sinni á ári, greiði ég smávægilega upphæð fyrir að halda úti myndasíðu til hliðar við myndirnar sem eru á þessari síðu. Þessi síða hefur verið þarna frá árinu 2003, eða þar um bil. 

Tunga í Fljóti. Íbúðarhús og skemma Verharðs. Myndin er upphaflega stærri – sést meira af Tunguhorni og hlaðinu, en hér hefur það verið skorið í burtu.

Þegar undanfari þessarar heimasíðu sem þú ert nú að kíkja á, fór í loftið, var ekki hægt að sýna myndasöfn þar. Bara eina og eina mynd.

Þess vegna var Continue reading “Ættli? Ætli ? ….. Atli !”