Hvar er Fljót…..( a )…..vík ?

Vorið 2008 gaf Háskóli Íslands út BS-ritgerð Rannveigar Guðmundsdóttur, sem bar heitið Viðhorf landeigenda á Hornstrandasvæðinu til nýtingar svæðisins fyrir ferðamennsku . Þarna kemur margt fram, og ég bendi ykkur á að lesa þetta. En, ég leyfi mér að afrita neðanritaðan texta :

” Í daglegri umræðu eru mörk Hornstranda mjög á reiki og er gjarnan talað um Hornstrandafriðland og sunnanverða Jökulfirði sem eitt svæði undir nafninu Hornstrandir (fyrrum Sléttu- og Grunnavíkurhrepp). Samkvæmt Þórleifi Bjarnasyni (1983) eru Hornstrandir hins vegar það svæði sem nær frá Kögri í Fljótavík og austur að Geirólfsgnúpi. Núlifandi Hornstrendingar hafa haldið þessari skilgreiningu við en víðari skilgreining er gjarnan notuð í leiðsagnabókum (Páll Ásgeir Ásgeirsson, 2007) og meðal almennings…… (sleppt úr) …. Hornstrandasvæði er samheiti sem notað er af Ísafjarðabæ, umsjónaraðila svæðisins, yfir fyrrum Sléttu- Grunnavíkur- og Snæfjallahrepp. “

Hornstranda friðland, Hornstrandir, Hornstrandasvæði……: Svo mörg voru þau orð


Bryggjuframkvæmdir: Enn fleiri myndir

Forsíðumynd: Örn Ingólfsson , seint í júní 2019

14 myndum hefur verið bætt í myndasafnið “Bryggjuframkvæmdir”. Þessar myndir koma frá Ásmundi Guðnasyni og Erni Ingólfssyni.

Þar með eru myndirnar orðnar 120. Í þetta sinn vel ég að bæta myndunum beint inn – aftast í safnið.

Á Facebooksíðu sinni skrifar Ásmundur Guðnason, þann 27.júní 2019 : “ Fórum enn eina ferđina um síđustu helgi – sem var síđasta steyputőrnin og ađeins eftir ađ ganga frá steinum og grjóti í fjőrunni og fjarlægja vélar og tæki vonandi í næstu viku. “

Hlekkur í myndasafnið: http://www.fljotavik.is/bryggjuframkvaemdir/Forsíðumynd