16.janúar 2015

Veður

Það er svo skrítið – að fyrir ekki svo löngu var ég að hugsa um að fara að draga saman seglin – birta kanski einn póst í mánuði eða kanski hálfsmánaðarlega. En svo kom – VEÐUR. Ég set veður með stórum stöfum, vegna þess að fyrir nokkrum árum, var ég í matvöruverslun að borga á kassa, þegar unglingsstúlka sem var að afgreiða mig, sá örlítið út fyrir verslunina – og hrópaði svona upp fyrir sig.: Nei ! Er komið veður? Hvað átti ég að segja? Í mínum huga er alltaf veður!

En – það kom veður – nánar tiltekið óveður á undan blíðviðri fyrir vestan þann 27.desember 2014 þegar flogið var yfir Sléttuhrepp, svona stórt séð eins og hann lagði sig, til að skoða eignir sem höfðu e.t.v. orðið fyrir skemmdum, í einhverju af þeim Ó-veðrum sem dundu yfir hvert á fætur öðru í haust.

Það skipti engum sköpum – mikið tjón var sjáanlegt – og þá fór margt í gang. Í fyrstu var planað að fara með 12 manna hóp á 6 sleðum frá Hesteyri í Fljót, en nú vitum við að endirinn var að 5 hetjur fóru frá botni Hesteyrarfjarðar til og frá Fljóti og svo var líka skotist að Látrum og til baka í Fljót.

Með tækni dagsins í dag, má segja að þessi saga sé að mestu sögð með myndum, sem bæði sjást á Facebooksíðu sem tengd er þessari heimasíðu, og eins hafa þeir sem fóru ferðina verið að birta á sínum síðum og á fleiri stöðum. Allir teljarar sem sýna innlit á síðurnar, hafa rokið upp, og margt og mikið verið í gangi, og þær myndir sem Stefán Bragi Bjarnason, einn fimmenninganna sem fóru í leiðangurinn, hafa verið skoðaðar mörg þúsund sinnum. Það er alltaf jafn augljóst, að mannfólkið hefur meiri áhuga á að lifa í nútíð en þátíð – en ég er nú samt enn að reyna að draga það sem gerðist hér áður fyrr, inn á síðuna.

Það er engan vegin sjálfgefið – en óneitanlega er nú ánægjulegt að hafa svona hetjur sem eru tilbúnar að leggja á sig allt þetta erfiði –  og í hættu, og vafalaust einhver fjárútlát, fyrir svona verkefni. Mest er þó um vert, að allir komu þeir aftur, og að því er við best vitum án ópappa, þó einn sleðinn hafi orðið eftir á hlaðinu á Atlastöðum.

Dvöl í Atlatungu á Þorra árið 2003

Snjallsímar dagsins í dag, geta gert allan fj. . . . . til viðbótar við það að hringja. Í Fljóti eru þeir næstum allir vita gagnslausir nema þeir hafi gamaldags loftnetsútgang og séu tengjanlegir við loftnetsgreiðu, eða að í bústað sé modem sem hægt er að tengjast þráðlaust. Þetta er nú útidúr – erindið var hér að segja frá því að með því að taka myndir, af skemmtilegum skrifum, í gestabókum sumarbústaða, má styðjast við þannig fengnar upplýsingar, og skrifa upplýsandi og/eða skemmtilegar sögur.

Þannig tók ég myndir af skrifum Vernharðs Guðnasonar frá febúar árið 2003, í gestabók Atlatungu, og nú er sú saga komin hér á vefinn. Þið finnið söguna undir flipanum “Sögur og óflokkað”  – eða til einföldunar, með því að klikka hér

One Reply to “16.janúar 2015”

  1. Það eru margir sem hafa lesið þetta….. en engarathugasemdir. Á ég að taka það þannig að þetta sé fullkomið? Neee – glætan….

Comments are closed.

EnglishUSA