Nýtt á síðunni dagana 8. til 14. mars 2014

Nú er frásögn Kjartans T Ólafssonar um flutning á sjúklingi úr Fljóti árið 1941 kominn inn á síðuna, undir flipanum “Sögur og óflokkað“, og reyndar líka við ártalið á “TÍmalínunni” .

Þá hefur (aftur) eitthvað bættst við á síðuna Bústaðir > Skýlið

Einnig er komin síða undir Fólk >  Brynhildur Snædal Jósefsdóttir og Ólafur Friðbjörnsson en þau bjuggu í Tungu 

Annars hef ég verið eigingjarn síðastliðna viku og farið með mest af lausum tíma í að byrja að skrifa handbók fyrir okkur í Atlatungu – svona til að styðjast við í framtíðinni. Þið sjáið aðalsíðu “Gæðahandbókarinnar”  undir:

Bústaðir > Atlatunga >  @ Efnisyfirlit gæðahandbókar, ……… 

en ef allt virkar eins og það á að gera, þá komist þið ekki lengra nema með því að þekkja lykilorð sem opnar þá þessar síður. Þetta með lykilorðið sýnir ykkur þá líka hvernig hægt væri að fara að hjá öðrum sumarbústöðum, en það kann þó að vera ókostur að ég yrði að þekkja aðgansorðið  – en á móti myndi ég heita trúnaði.

Að lokum – og það bara segir sig sjálft –  að @-merkið – sem á ensku er lesið “at” er að sjálfsögðu fundið upp sem skammstöfun fyrir Atlatungu !

 

EnglishUSA