Veiðiferð í Fljót árið 1957

Þegar myndasýningarnar hrundu á síðunni, var að minnsta kosti ein sem glataðist alveg. Ég varð að biðja um láta senda mér myndirnar aftur – og svo hafa þær beðið þess að kerfið færi að lagast.

Ég hafið í inngangi, sýnt mynd af 11 systkinum, ásamt foreldrum, frá Hvilft í Önundarfirði.  Eddi Finns, rekur ættir sínar þangað…. en svona í framhjáhlaupi, þá rekur ritstjóri föðurætt sína til þarnæsta bæjar – Sólbakka í Önundarfirði.

Mér hefur ekki tekist að finna myndina af fjölskyldunni frá Hvilft – og finnst það mjög miður. 

 

Veljið hlekkinn  

 

 

 

Ný flugvél í flugflotann

Um síðustu helgi, lögðu tveir fljótvíkingar upp í ferjuflug, þegar þeir ferjuðu nýja flugvél frá Rotterdam í Hollandi og til Reykjavíkur. Þetta voru Eddi í Tungu og Ási á Lækjabrekku.

Skemmst er frá að segja að flugið, sem dreifðist á þrjá daga, tókst óhappalaust og farsællega.

Um er að ræða fjögurra sæta flugvél. Tegundin er Glasair Sportsman, og ber hún einkennisstafina PH-JAJ.

Um leið og ritstjóri gerist svo djarfur að telja þessa vél með í “Flugvélaflota Fljótavíkur”, óskar hann þeim sem eiga vélina til hamingju og með fylgir ósk um farsæld alla tíð.

Ásgeir

Byggingarsamningur milli BB og ÓF

IMG_2904
Brak frá Gunnvöru sem strandaði í Fljótavíkík janúar 1949

Eins og kom nýlega fram í pósti á síðunni, bárust nokkrir pappírar til mín, fyrir einhverjum árum síðan. Ég geymdi þetta á svo góðum stað …… að þetta fannst ekki fyrr en nýlega.

Ég lýsi enn eftir því hver færði mér þessi skjöl, en nú ætla ég að birta Continue reading “Byggingarsamningur milli BB og ÓF”

Föstdagspistill: 4.apríl 2014

Það vorar – eða í það minnsta – það hlýtur að fara að koma vor!  Fyrir tveimur árum held ég – var flogið í vinnuferð til Fljótavíkur í febrúarmánuði…. og þá var nú bara allt autt á jafnsléttu….. en nú er kominn apríl, og þó öldin sé sú sama og þá … ja – þá er öldin önnur – eða þannig!

Í þessari viku birti ég tvær síður – og nú eru það Vennarnir:

1)    Lífsferill Vernharðs Jósefssonar og Maríu Friðriksdóttur á internetinu. Vernharð fæddist að Atlastöðum, og bjó sem bóndi bæði í Tungu og Skjaldabreiðu í Fljótavík, auk þess að vinna á uppvaxtarárum sínum á Atlastöðum.

2)     Birti bréf Vernharðs til Sölva Betúelssonar þar sem hann fór fram á að leigja hálfa Tungu til heyskapar.  Bréfið lætur lítið yfir sér, en eins og þeir sem þekktu til Vernharðs vita, þá bjó hann sem bóndi í raun allt sitt æviskeið því hann hélt skepnur í Hnífsdal alla tíð, og lagði mikla áherslu á að gera það vel.

EnglishUSA