Hlekkir – tengingar – linkar …….

Þessi síða er að miklu byggð á tengingum í upplýsingar sem eru á öðrum síðum. Meðal annars eru tengingar í dagblöð – og svo vikublöð eins og Bæjarins besta. Svona tengingar eru þeirrar náttúru, að ef breyting verður á því hvar síðan er stödd – rofna tengingarnar.

Það er ekki gaman – ó nei – hundfúllt – og vesen.

Sá sem reynir að lappa upp á tengingar, rekur sig á alls konar veggi sem þarf að klífa yfir….. og ég er nú ekki sá fimasti í að klifra …. í tvöfaldri meiningu.

Bæjarins besta, sem var með .pdf útgáfur af blaðinu á netinu – er löngu horfið – og ekki komið inn á www.timarit.is , en þar enda samt flest svona blöð – svo ég þarf þá að leita þar og reyna að tengja á ný………. en seinna….. og svo gleymist það.

Í augnablikinu veit ég um yfir 50 tengingar sem hafa rofnað svona.

Fyrir kemur að hægt er að redda svona tengingum með lítilli fyrihöfn – og þá er gaman – og alveg sérstaklega ef líklegt er að sem fæstir hafi orði varir við að hlekkurinn hafi yfirleitt rofnað.

Dæmi um tengingu sem datt út í smá tíma, en hefur verið uppfærð, er hér….. veljið hlekkinn:

Lokað fyrir innskráningar

Um miðjan mars 2019 birti ég blogg undir yfirskriftinni “Söfnun” . Þar var ég að reyna að fá ykkur sem kíkið oft á síðuna að skrá ykkur inn, – upplýsa um hver þið væruð – í þeim tilgangi að auðvelda ykkur að skrifa athugasemdir undir það sem ég skrifa – eða jafnvel að veita ykkur aðgang til að skrifa sjálf blogg eða síður. Það var nú draumurinn.

Það voru ekki margir sem skráðu sig – því er nú verr og miður.

veljið til að lesa áfram

Söfnun

Þar kom að því! Þessi heimasíða hefur verið í netheimium frá miðju ári 2005 – og hefur aldrei staðið að neinni söfnun ………. en NÚ er komið að því .

Lesið áfram

Jæja…. og þá meina ég … JÆJA ! – með stórum stöfum

Tvö ár hefur það tekið, en nú tókst það loksins, að finna lausn á þeim vanda sem hefur loðað við myndasýningar síðunnar. Ég hef enga tölu á því, hversu oft ég hef þurft að hafa milligöngu á milli framleiðanda forritsins NextGen – og svo Snerpu, þar sem fólk úti í heimi, hefur viljað fá upplýsingar um þetta eða hitt í uppsetningu á vefnum hjá Snerpu. Ég þakka kærlega fyrir þolinmæðina á þeim bæ. Takk Sturla Stígsson.

Veljið – framhald

Framhald – um myndir

Fyrir stuttu, upplýsti ég um bilun á síðunni. Nánar tiltekið snýst málið, um smáforritið NextGen Galley, sem kemur með villuna “NextGEN Gallery : Tables could not created, please check your database settings” – og leiðir til þess að ekki er hægt að festa þær stýristillingar sem þarf, til að hægt sé að nota viðbótarsmáfforritðið NextGen Galley Plús. Þetta vandamál hefur varað lengi – hátt í tvö ár.

framhald hér

Myndir – í rugli

Mynd tekin um lágnættið 20.júlí 2018 á iPhone síma – og já – ég veit að það eru til fleiri myndir af Tunguhorni

Eitt af því sem mörgum hefur fundist gaman að skoða á síðunni – eru myndir. Sérstakur flipi er lengst til hægri, í efri röð svokallaðra fellistika, á þeirri síðu sem opnast þegar farið er inn á síðuna. 

framhald …..klikkið hér
EnglishUSA