Framhald – um myndir

Fyrir stuttu, upplýsti ég um bilun á síðunni. Nánar tiltekið snýst málið, um smáforritið NextGen Galley, sem kemur með villuna “NextGEN Gallery : Tables could not created, please check your database settings” – og leiðir til þess að ekki er hægt að festa þær stýristillingar sem þarf, til að hægt sé að nota viðbótarsmáfforritðið NextGen Galley Plús. Þetta vandamál hefur varað lengi – hátt í tvö ár.

framhald hér

Myndir – í rugli

Mynd tekin um lágnættið 20.júlí 2018 á iPhone síma – og já – ég veit að það eru til fleiri myndir af Tunguhorni

Eitt af því sem mörgum hefur fundist gaman að skoða á síðunni – eru myndir. Sérstakur flipi er lengst til hægri, í efri röð svokallaðra fellistika, á þeirri síðu sem opnast þegar farið er inn á síðuna. 

framhald …..klikkið hér

Vonum það besta !

Veðurútlitið er nú ekki allt of gott þessa tímana.

Ekki nóg með að það sé hlýtt á norðanverðum Vestfjörðum, sem telst ekki gott fyrir skíðaáhugafólk – þá er verið að spá miklum meðalvindi, með vindkviðum sem skaga upp í 40 metra á sekúndu – og það er nálægt 150 kílómetrum á klukkustund.

Um tíma kemur vindurinn frá suðvestri, sem þýðir að hann kemur beint undir skyggni nokkurra bústaða Atlastaðamegin í Fljóti.

Við krossum fingur.

Um frestunaráráttu ………..

Það eru til alls konar orðatiltæki eða orðaleikir í kring um það hugtak að fresta einhverju. Sem dæmi er stundum sagt, að maður “eigi aldrei að gera í dag, það sem maður getur látið einhvern annan gera fyrir sig á morgun” .

En – þannig er…… að síðunni hefur borist tölvupóstur frá Minnjastofnun, vegna fyrirspurnar um tilvist og verustað skálatóftar Vébjarnar Sygnakappa.

Ég var nýbúinn að óska öllum gleðilegs árs, með því að nýta mér eldri ritvinnslumöguleika, og svo kom þessi tölvupóstur Minnjastofnunar. Ég fór að reyna að skrifa um hann með nýju ritvinnslukerfi – og það gekk ekki allt of vel – en það tókst þó að ljúka síðunni.

Panorama mynd (áá) – frá Kögri lengst til vinstri og inn fyrir Fljótsskarð – að Tunguhorni lengst til hægri

En – ég var sem sagt nýbúinn að óska öllum gleðilegs nýss ár árs – og því ákvað ég að bíða með að birta fyrstu síðuna í nýju kerfi – og hellti í staðinn úr pirringsskálum mínum – og notaði teiknaða mynd af ákveðinni önd, sem á ensku ber sama fornafn og forseti Bandaríkjanna.

Ég ákvað sem sagt að fresta því að birta þetta……. en nú get ég bara ekki frestað þessu lengur – svo veljið þennan hlekk: http://www.fljotavik.is/?page_id=9732

Um síðuna …..

“Korteri fyrir nýliðin áramót” voru gerðar breytingar á ritvinnsluhluta forritsins WordPress sem er notað til að skrifa allt sem kemur á þessa heimasíðu. Þetta er nú ekki sérstaklega vinsælt hjá svona gömlum fauski eins og mér – en ég er að reyna að láta mig hafa það. Þið verðið bara – eins og ég – að láta þetta yfir ykkur ganga.

Til að gera þetta enn flóknara, er líklegt, að með ofantalinni breytingu, fylgi aðrar, sem að lokum kunna að leiða til þess að allt útlit síðunnar muni taka breytingum. Við verðum bara að vona það besta.

EnglishUSA