Telur Umhverfisstofnun að ríkið eigi jarðirnar á Hornströndum?

„Stjórnunar- og verndaráætlun“ Umhverfisstofnunar vegna friðlandsins á Hornströndum var birt 15.febrúar 2019, og er ætlað að gilda fyrir 10 ára tímabil – eða frá upphafi árs 2019 til loka árs 2028. Áætlunin er upp á 50 blaðsíður, og tekur á mörgum málum. Á blaðsíðu 8 er listi yfir þá sem skipuðu samstarfshópinn sem vann að stefnumótuninni, og má telja að „heimamenn“………….. Continue reading “Telur Umhverfisstofnun að ríkið eigi jarðirnar á Hornströndum?”

Veiðiferð í Fljót árið 1957

Þegar myndasýningarnar hrundu á síðunni, var að minnsta kosti ein sem glataðist alveg. Ég varð að biðja um láta senda mér myndirnar aftur – og svo hafa þær beðið þess að kerfið færi að lagast.

Ég hafið í inngangi, sýnt mynd af 11 systkinum, ásamt foreldrum, frá Hvilft í Önundarfirði.  Eddi Finns, rekur ættir sínar þangað…. en svona í framhjáhlaupi, þá rekur ritstjóri föðurætt sína til þarnæsta bæjar – Sólbakka í Önundarfirði.

Mér hefur ekki tekist að finna myndina af fjölskyldunni frá Hvilft – og finnst það mjög miður. 

 

Veljið hlekkinn  

 

 

 

Jæja…. og þá meina ég … JÆJA ! – með stórum stöfum

Tvö ár hefur það tekið, en nú tókst það loksins, að finna lausn á þeim vanda sem hefur loðað við myndasýningar síðunnar. Ég hef enga tölu á því, hversu oft ég hef þurft að hafa milligöngu á milli framleiðanda forritsins NextGen – og svo Snerpu, þar sem fólk úti í heimi, hefur viljað fá upplýsingar um þetta eða hitt í uppsetningu á vefnum hjá Snerpu. Ég þakka kærlega fyrir þolinmæðina á þeim bæ. Takk Sturla Stígsson.

Veljið – framhald

EnglishUSA