Fundargerð “Skipulags- og mannvirkjanefndar” Ísafjarðarbæjar. – 516. fundur

Gríðarleg vinna hefur verið lögð í skipulög, sem ákveðið hefur verið að eigi að gilda frá upphafstíma að lokatíma. Fyrir lokatíma fer í gang vinna við nýtt skipulag – og það er þar sem ekki má kasta til hendinni – það er þar sem hagsmunaaðilar þurfa að einhenda sér í að standa með sínum hagsmunum.

Rétta ferlið er að takast á við hið opinbera, á vinnslustigi – þegar verið er að ákveða hvernig beri að gera þetta eða hitt.

Það eru ekki bara landeigendur og framkvæmdaraðilar sem þurfa að framfylgja ákvörðunum og vinnuferlum. Það þurfa nefndarmenn bæjarfélaga líka að gera. Þessar ákvarðanir (vinnureglur) hafa í flestum tilfellum verið skráðar og ákvarðaðar af öðrum einstaklingum, jafnvel fyrir löngu, löngu síðan.

Reglum ber að framfylgja uns þeim er breytt – og þá þarf að framfylgja nýju reglunum. Menn keyra ekki bíla til skiptis á vinstri og hægri vegarhelmingi að eigin geðþótta.

Það er þó athyglisvert, að svo virðist sem hægt sé að breyta skipulagi, t.d. ef byggja þarf afdrep fyrir starfsmenn hins opinbera í friðlandi – eða til að setja niður náðhús – jafnvel á þinglýstum jörðum annara.

Einboðið er, að yfirvöld verði að bregðast við, ef farið er í framkvæmdir sem ekki hefur verð veitt leyfi fyrir og um það eru dæmi sem sýna að slíkt geti boðið hættunni heim, samanber þennan hlekk:

Látrar í Aðalvík – ósk um niðurrif

One Reply to “Fundargerð “Skipulags- og mannvirkjanefndar” Ísafjarðarbæjar. – 516. fundur”

  1. Þó þið kíkið ekki á neitt annað – mæli ég með að þið skrunið yfir viðhengið 3 – sem er yfirferð yfir allt ferlið – með myndum.

Comments are closed.

EnglishUSA