Vantar ekki jarðgöng milli Hesteyrar og Fljótavíkur?

Vinna er (löngu) hafin við gerð næsta aðalskipulags fyrir Ísafjarðarbæ. Fylgist með því!

Maður getur haft lúmskt gaman af að fylgjast með mörgu sem tengist skipulagsmálum,

en það er ekki sama og segja að maður skilji allt – fjarri því.

Sem dæmi, er athyglisvert að velta fyrir sér hvernig skipulag kemur út á korti.

Segjum að þú hafir nýlega fengið heimild til að byggja á jörð, sem er í óskiptri sameign. Þú átt einhvern hlut – t.d. 1% af heildinni, en – allir hinir sameinast um að veita heimild til byggingar.

Þú getur samt ekki byrjað á neinu fyrr en fyrir liggur samþykki skipulagsyfirvalda.

Þegar allt er svo klappað og klárt, birta skipulagsyfirvöld mynd á korti. Þar sést nýreist bygging sem lítill blettur, en þegar þú súmmar inn, mætti halda – í fljótheitum – að þarna sé komin sérstök jörð – á afgirtri lóð. Ríki þitt í ríkinu! Afmæld lóð – og útstikuð.

Málið er, að þetta merkir að þarna sé búið að skipuleggja allt í smáatriðum. Sem dæmi, á frárennsli – þar með talin rotþró ef svo ber undir – að vera innan þessara marka. Skipulögð rotþró að sjálfsögðu.

Þessi rammi á korti hefur sem sagt ekkert með eignarhluta að gera, heldur er þetta skipulagt skipulag. Það er meira að segja tekið fram, að ekki megi girða utan um lóðina, þó myndin á kortinu líti út eins og búið sé að girða utan um allt saman. Það er vandlifað.

En hvers vegna þessi yfirskrift á blogginu? Jú, það er nefninlega spennandi eða jafnvel grátbroslegt að sjá, hvernig fólkið við skrifborðin, sem telur sig vera að vernda alla hluti, seilist smám saman lengra og lengra inn á einkalóðir fólks, í nafni umhverfisverndar, og í nafni þess að halda öllu óbreyttu. En allt skal gert fyrir ferðamanninn – og spurning hvort komi ekki að nefndum jarðgöngum…. til framdráttar fyrir svæðið ?

Lesið þetta – sem dæmi

EnglishUSA