Aftur….. og meira að segja …. meira !

Í afreksíþróttum er mikilvægt að vera með keppnisskap, ef ná á árangri og bæta met. Nýlega sló Erna Sóley Gunnarsdóttir eigin Íslandsmet (ath.fleirtala) í kúluvarpi á móti í Bandaríkjunum. Erna er langömmubarn Þórunnar Vernharðsdóttur á Skjaldabreiðu í Fljóti. Við fögnum þeim metum.

En við fögnum ekki öllum metum, þó það sé e.t.v. vert að reyna að halda þeim til haga. 9.janúar 2019 var sett vindhraðamet vetrarins, fram að þeim degi, í vindkviðu sem mældist 50,1 metri á sekúndu á Straunmesvita .

Nú er það met fallið, því 27.mars 2019 mældist vindhraði 52,2 m/sek í kviðu, um kl. 16:30. Það gerir tæplega 188 Km á klukkustund. Ég veit, því miður , ekki hver stefna vindsins var.

Eins og áður – vonum við að ekkert hafi farið úrskeiðis í Fljóti.

EnglishUSA