23.jan. 2015 : Örnefnakort

Nýtt örnefnakort að Atlastöðum

Síðastliðið haust, birti ég pistil og stofnaði svo síðu, þar sem ég reyndi að ná fram umræðu um nýtt örnefnakort sem afkomendur Þórðar Júlíussonar frá Atlastöðum, eru að leggja lokahönd á.

k150914-2Viðbrögðin urðu nú ekki mikil. Ég skrifaði sjálfur eitthvað í þá veru að ég væri ekki sáttur við að kortið sýndi tvær ár koma niður úr Bæjardalnum. Það er alls ekki sjálfgefið að ég hafi rétt fyrir mér þar – og sem dæmi þá gæti maður við skoðun á svæðinu í Google Earth túlkað sem svo að þarna séu tvær ár.

En – mitt álit er, að þetta framtak afkomenda Þórðar, sé svo mikilvægt, að okkur sem dveljum reglulega í Fljótavík, beri hreinlega skylda til að skoða málið og koma fram með athugasemdir ef við höfum einhverjar.

Svo í öllum bænum – kíkið aðeins á þetta!

Ásgeir

9 Replies to “23.jan. 2015 : Örnefnakort”

  1. Takk öllsömul fyrir framtakið!

    Ég læt aðra um að leiðrétta villur ef einhverjar eru en ég vil koma með tillögu um að húsið okkar í Tungu verði merkt á sama hátt og önnur hús í Fljóti.

    Bestu kveðjur

    Eddi

  2. Takk fyrir þetta Eddi. Ég verð nú að viðurkenna að þó ég hafi reynt að rýna í þetta – þá hafði ég ekki kveikt á því að allir aðrir bústaðir eru nefndir með svörtu tákni og texta – en ekki Tunga. Vonandi næst að leiðrétta þetta.

  3. Jarðirnar Tunga og Glúmsstaðir eru í eigu sama aðila. Hér áður fyrr voru gerð skil á milli þessara jarða við Hvilftarárnar – sem eru tvær. Á milli ánna var skilgreindur “Almenningur” . Ég varpa fram til umræðu, hvort eitthvað af því sem merkt er í landi Glúmsstaða eigi í raun að tilheyra landi Tungu og litur og númer merkinganna að endurraðast?

  4. Sæll Ásgeir,

    þegar kortið er skoðað og eitthvað áhugavert finnst þarf að leita að númeri á lista þar sem heitin eru í stafrófsröð ekki númeraröð. Spurningin er hvort hægt sé að koma fyrir öðrum samskonar lista í númeraröð lengst til hægri á kortinu?

    Önnur spurning er hvort hægt sé að stækka kortið svo það nái lengra til austurs.

  5. Landamerki jarðanna Glúmsstaða og Atlastaða, liggja um línu frá Fljótsskarði að ósum Reyðár. Getur verið að einhver af örnefnum sem þarna falla undir Glúmsstaði eigi í raun að merkjast með Atlastöðum?

  6. Landamerki milli Tungu og Atlastaða liggja um hugsaða línu frá Fljótsskarði í Óskjaftinn við sjó. Fyrir bragðið eru Kríuborgir stundum í landi Tungu og stundum í landi Atlastaða.

  7. Örnefnakortið er alfarið á höndum afkomenda Þórðar Júlíussonar. Í raun var kortið tilbúið til prentunar síðastliðið haust – en það náðist ekki að klára það fyrir veturinn og því var (ef ég skil hlutina rétt) ákveðið að bíða með prentunina fram á næsta vor.

    Með því að sýna kortið í haust – og með ítrekun nú í dag – er verið að reyna að ná fram þeim leiðréttingum sem fólk bendir á.

    Ég hef ekki heyrt nýlega hvernig staðan er á þessu máli – ég er bara að endurvekja þessa umræðu nú – án þess að vita hvort prentunin hafi nú þegar verið gerð.

    En – ég sendi hlekk á Gunnar Þórðarson – sem sendi kortið til mín í haust – til að benda honum á þessa umræðu – og hann getur þá vonandi upplýst okkur um stöðu mála.

  8. Kortið var prentað í fyrradag og er komið til Ísafjarðar. Það geta allir fengið eintak í þeirri stærð sem þeir vilja. Það er ekkert mál að lagfæra hugsanlegar villur því nú er þetta allt orðið stafrænt. Það kostaði innan við 10 þúsund kall að prenta. Hægt er að fá minni kort með segli ef áhugi er á því.
    Gunnar

  9. Þvílík tilviljun – jæja. Er þá ekki málið að reyna að gera eitthvert plan um það hvert ætti að koma leiðréttingum ef einhverjar verða – og svo er það spurning hvort ekki megi hreinlega ákveða að það sem þá er búið að prenta verði látið standa og setja deadline á leiðréttingar – t.d 30.apríl 2016?

Comments are closed.

EnglishUSA