10.febr. 2015 : Fyrirspurnir um gistingu>

Rétt í þessu var ég að fá (enn einn) tölvupóst, þar sem ég er spurður út í möguleika á gistingu í húsi í Fljótavík. Nýjasti pósturinn er svona :

——————————————————————————————–

From:   áá  eyddi netfanginu  
Sent: 10. febrúar 2015 10:11
To:  asgeirsson54@gmail.com
Subject: fljótavík gisting

 sæll 

við erum gönguhópur, ( áá eyddi heiti hópsins ) , ca 15 manns. og ferðinni er heitið vestur í sumar aðra helgina í ágúst.  ætlum að ganga frá hesteyri, og höfðum hugsað okkur að fljótavík yrði síðasta stopp. á 4 daga göngu. 

ekki getur þú svarað mér hvort það er einhver þarna sem leigir út aðstöðu, gistingu eða slíkt fyrir okkur. 

 áá eyddi undirskriftinni

———————————————————————————————————–

Ég sendi viðkomandi þetta svar:

Góðan dag     áá eyddi nafninu

Stutta svarið er: Eftir því sem ég best veit, mun svo ekki vera.

Lengra svar…: Þú ert ekki sá fyrsti sem leitar til mín um gistimöguleika. Fram að þessu hef ég alfarið neitað þessu og bent á tjaldstæði með kamri í nágrenni við  björgunarskýlið í Fljótavík.

En fyrst svona fyrspurnum er að fjölga, gefur það mér tilefni til að vinna aðeins með þetta – svona almennt, því í raun sé ég ekkert því til fyrirstöðu að þeir sem eigi sumarhús í Fljótavík, reyni að afla tekna inn fyrir fasteign sína, ef þeir vilja það.

Svo – ég stend við stutta svarið, uns ég veit betur, en stofna smá umræðu um þetta á www.fljotavik.is, án þess að nefna þig á nafn.

Ef einhver bústaðaeigandi vill skoða þetta betur, þá getur hann haft samband við mig og ég áframsendi þá netfangið þitt til viðkomandi.

Ásgeir

EnglishUSA