“Enginn maður er eyland…..”

Enskur prestur og skáld, sem hét John Dunn, og var uppi á 16.öld notaði textann í yfirskriftinn – “No man is an island” – í bálki sem lýsti því hvernig hlutirnir hanga saman í tilverunni. Ef grannt er skoðað komum við öll veröldinni við.

TF-REB við Kögur
Mynd tekin að hausti 1969 af flugvél í fjörunni í Fljótavík. Myndin kom frá Edward Finnssyni

Eins og ég hef rætt áður þá get ég ekki haldið þessari síðu endalaust í gangi – því það er ekki svo mikið eftir hjá mér eða í mínu minni, sem ég hef ekki birt þá þegar – og – ég skálda ekki staðreyndir. “Enginn maður er eyland…..”

Þess vegna er það svo mikilvægt að fá eitthvað að moða úr, og þar á meðal ljósmyndir, hvort sem þær eru glænýjar eða eld gamlar.

Myndir Ásmundar Guðnasonar, sem hann sendi í gegn um Dropbox, og eru nú hér á síðunni, drógu ótrúlegan fjölda einstaklinga að síðunni. Það var gaman að því og verður ekki nógsamlega þakkað.

Nokkrum dögum eftir þá birtinu, fékk ég meira í Dropboxið – 3 myndbönd.

Ég hafði bara aldrei birt myndband – svo – hvað nú?

Myndböndin eru ekki beint tengd Fljóti – þó þau tengist fluginu þar sem myndir Ásmundar voru teknar – en þær svona ljúka hringnum, því þær sýna tvo þeirra sem fóru þessa ferð, og hina glæsilegu flugvél TF-DVD á Ísafjarðarflugvelli.

Í ljós kom, að “kerfið” getur aðeins sýnt myndbönd sem eru minni en 40 Mb. Tvö þeirra falla undir það – en það þriðja, sem sýnir þyrlu Landhelgisgæslunnar fara á loft eftir eldsneytistöku – er allt of langt – þrefallt of langt. Það myndband finnst mér “æðislegt” því það sýnir gríðarlegt snjómagn á Ísafirði og svo margt til viðbótar. En sem sagt – ég er ekki búinn að finna leið til að birta það.

En hin tvö eru komin – og má finna hér fyrir neðan – í boði Edwards Finnssonar.  Ég á eftir að flytja þetta inn á myndasíðu – það bíður aðeins.

Ásgeir

EnglishUSA