Refurinn lýgur

Upphaflega ætlaði ég að kalla þennan pistil…:

“…. Lágfóta dældirna smó…..”

en svo áttaði ég mig á því að í dag er 1.apríl svo ég breytti yfirskriftinni !   

Íslendingar eiga ótrúlega mörg heiti yfir snjó, og mismunandi form snævar. Inn í þá flóru troða sér ýmiss form sem breyta heitum eftir umhverfisaðstæðum eins og hitastigi, þéttleika og/eða vindhraða.

IMG_3921[1]Refurinn á sér líka mörg heiti – og hann mun vera fyrsta spendýrið sem tók sér fasta búsetu á Íslandi – langt á undan manninum.

Ekki ætla ég að lýsa skoðun á tilvistarrétti refsins, en því er ég að skrifa þetta, að hér má sjá vetrarmyndir af honum, í þannig umhverfi að maður gæti haldið að ljósmyndarinn – Joshua Holko  –  hafði haft vetursetu í Fljótavík. Við nánari umhugsun markast sú tilfinning aðeins af því að á einni mynd má sjá hvannarstilk frá síðasta sumri standa upp úr snjó.

Á annari mynd má sjá refi vera að kljást. Sennilega eru þetta ungir refir frá sama goti, en hafi þeir bara verið að leika sér þarna, er það í þeim ákveðna tilgangi að styrkja sig og auka hæfni til að verja sig og “veiðilendur sínar” í landamerkjaerjum við önnur dýr.hsfireface

Það er þá ekki úr vegi að rifja upp skrif Harðar Ingólfssonar frá árinu 2006 – um sviplegt fráfall tófu – nú þegar nálgast 10 ára árstíð þeirrar viðureignar.

Ásgeir

EnglishUSA