Neeeiiiii… jæja, það eru víst ekki alltaf jólin …..

Yfirskriftin – svo við höfum það nú á hreinu – hefur bara ekki neitt með jólin að gera. Hún vísar til þess að manni tekst ekki alltaf það sem maður ætlar sér.

Og – hvað nú, kann kanski einhver að spyrja.

Jú – í dag er þessi annar hver föstudagur – þið vitið – þið sem kíkið stundum hér inni – sá föstudagur þar sem ég ætlaði að birta eitthvað. Þegar ég fór að sofa í gær hélt ég að allt væri bara eins og það ætti að vera – nýtt blogg færi í loftið tíu mínútum eftir miðnætti. Þegar ég kíkti á þetta í morgunsárið kom hinn skelfilegi sannleikur í ljós……

Ég er nýbúinn að skrifa um breytt útlit á síðunni, og í því sambandi skrifaði ég aðeins um mun á “Post” og “Page” . Samt klúðraði ég þessu með því að telja mig vera að skrifa Póst en var í raun að skrifa Page. Síðan birtist eins og ný fellistika næstum þvert yfir alla síðuna.

Mér leið nú eiginlega eins og teiknimyndafígúrunni hér á myndinni…. þið vitið að hann heitir ekki Andrés í Ameríku…. ó nei – hann heitir Donald.

Jæja – til að redda málunum verðið þið að velja þennan hlekk hér, og þá opnast “Page síðan”  sem átti að vera “Póst-síða”.

Ásgeir

 

EnglishUSA