Hornstrandir.is

Þessi heimasíða – www.fljotavik.is – var stofnuð fyrir margt löngu. Í fyrstu var hún gerð af mikilli vankunnáttu af minni hálfu, og það má segja að allt hafi, svona útlitslega,  farið niður á við í langan tíma eftir að ég hóf að setja eitthvað inn á síðuna. Hún leit vel út í fyrstu, eins og Ingólfur Gauti Arnarsson setti hana upp.

Margar aðrar heimasíður, hafa farið í gegn um lík niðursveifluferli, eða hreinlega verið óbreyttar árum saman, og þar af leiðandi líta út fyrir að vera – einmitt – “gamlar”.

Þessi síða fór loks yfir í nýtt og þægilegra vefumhverfi, fyrir 3-4 árum, og trúið mér þegar ég segi að það er mikill munur á, hversu auðveldara það er að nú uppfæra síðuna eða gera breytingar.

Svo eru það efnistökin? Ja – það er eitthvað annað. Þeir sem reyna að halda svona síðum í gangi, myndu vafalaust upp til hópa, þiggja hjálp við efnistökin. Það á alla vega við um mig.

 

Nei – það er ekki verið að gera þetta flókið. Hér er mynd tekin á myndavél í síma – og á þann hátt að sjá má ýmsar speglanir í myndinni – en þetta er semsagt af síðu www.hornstrandir.is

 

En hrósa ber því sem vel er gert  (gert af öðrum en mér!) ,  og því vil ég benda á síðu sem farið hefur í endurnýjum lífdaga. Veljið hlekkinn hér:

https://www.hornstrandir.is/hornstrandafridland/tenglasafn/

Ég valdi viljandi að færa ykkur beint inn á tenglasafn síðunnar, því þar hefur okkar síða verið flokkuð undir landeigendur.

Þó það sé vissulega rétt, að flestir sem sæki bústaðina í Fljóti heim, tengist á einhvern hátt þeim sem teljast landeigendur, þá hef ég reynt að gæta hlutleysis og vera ekki að hampa þeim sérstaklega og ekki tala máli þeirra, nema þegar mér hefur fundist sem réttlætiskennd minni hafi verið misboðið. 

Ég hefði því sjálfur valið að okkar síða væri flokkuð undir “FRÆÐSLA”, enda hefur það verið aðalmarkmið síðunnar að viðhalda og byggja undir þekkingu á örnefnum og að hafa þær leiðarlýsingar sem liggja fyrir um gönguleiðir í Fljóti, á einum stað.

En – þið sem standið að baki heimasíðunnar www.hornstrandir.is – 

Til hamingju 

Ásgeir

EnglishUSA