Svo vindhraða sé haldið til haga . . . .

Mesti vindur sem mældist í vindkviðu við Straumnessvita þann 9.janúar, var 50,1 m/s, kl. 19:10 .

Vindkviða upp á 50, 1 m/s jafngildir 180,4 Km/klst. Vindur á bilinu 178-208 Km/klst er skilgreindur sem þriðja stigs fellibylur – og þeir sem einu sinni hafa lent í slíku, vilja ekki lenda í því aftur. En – þetta var í kviðu – þeirri mestu – og meðalvindhraði – eða stöðugur vindur – hefur verið mun minni – og við hljótum að vona húsin í Fljóti hafi fengið eitthvert skjól af Hvestu og jafnvel Straumnesfjalli.

Að morgni 10.janúar sýndu mælingar frá Straumnesvita, að vindur þar hafði gengið hægt niður og var kominn í 23 m/s í kviðum – sem telst nú samt vera sterkur vindur! Mestur varð hiti 10,8 °C um miðjan dag (9.jan).

Veðurspáin gekk vel eftir – og þó vindhraði hafi náð 50 m/s á Straumnesstá – hljótum við að vona að hann hafi ekki náð þeim hæðum við bústaðina í Fljóti – en vindur gæti þó hafa farið nálægt 40 m/s þar – eða hvað haldið þið?

Að lokum bendi ég á að fyrir neðan öll blogg /skrif, er umræðuvettvangur (Comments), sem sést aðeins ef farið er inn í blogg/skrif með því að “klikka” á yfirskriftina og opna þannig .

Ásgeir

2 Replies to “Svo vindhraða sé haldið til haga . . . .”

  1. Góður punktur hjá þér Ásgeir. Það væri æskilegt að fara norður og skoða, en blessaðir dagarnir eru svo fljótir að líða..
    Kv. Örn.

    1. Já – dagarnir eru fljótir að líða – og svo þarf ansi margt að ganga upp ef tilgangur með yfirflugi er ekki bara að skoða húsin – heldur líka að ná góðum og björtum myndum. Það þyrfti helst að vera heiðskýrt, logn – og vélin yfir húsunum á bjartasta tíma dagsins – svona kl. 13:30. Og svo væri að sjálfsögðu aðalatriðið – að senda mér myndir !

Comments are closed.

EnglishUSA