Myndir – í rugli

Mynd tekin um lágnættið 20.júlí 2018 á iPhone síma – og já – ég veit að það eru til fleiri myndir af Tunguhorni

Eitt af því sem mörgum hefur fundist gaman að skoða á síðunni – eru myndir. Sérstakur flipi er lengst til hægri, í efri röð svokallaðra fellistika, á þeirri síðu sem opnast þegar farið er inn á síðuna. 

Ég er í eðli mínu umburðarlindur og þolinmóður. Lesendur hafa svo sem ekki verið með læti við mig – eða kvartað – en þessi hluti vefsins er búinn að vera í rugli í um tvö ár. Ég hef ekki haft fulla stjórn – eða næstum enga stjórn á því hvernig myndirnar koma fram.

Forritið WordPress er svolítið eins og að nota ritvél og óskrifað blað. Það þarf að taka niður smáforrit til að gera margt sem maður vill láta sjást, sjást á einhverju betra formi. Þetta á við um myndir – og ég er að nota eitt af allra vinsælustu forritum veraldar í þessum tilgangi.

En – það hefur eitthvað farið úrskeiðis – villa – sem við höfum ítrekað verið að kljást við – við í meiningunni ég, sem veit pínlega lítið um svona lagað – og aðrir, sem teljast sérfræðingar í svona löguðu. Snerpa á Ísafirði hefur fyrir löngu skorið úr um að ekkert sé að hjá þeim – en framleiðandi smáforritsins hefur ítrekað reynt að klína vandanum á alla aðra en sig.

Þar sem ég er með þjónustusamning við framleiðanda forritsins, er nú loksins verið að gera eitthvað róttækt. Meðal þess sem hefur nú verið gert, er að óvirkja öll smáforrit og setja svo eitt og eitt inn aftur – og viti menn – búið er að sanna það sem ég hef haldið fram í næstu tvö ár – vandamálið hefur verið einangrað við myndastýriforritið.

Nú er boltinn hjá því fyrirtæki – og vonandi kemur lausn.

En – nú er komið að ástæðunni fyrir þessu “bloggi”. Það bara sjást engar myndir undir flipanum “Myndir”. Myndirnar eru á sínum stað – hjá Snerpu – en ég þarf að setja allt upp upp á nýtt – EFTIR að vandamálið með smáforritið er leyst.

Svo nú þarf að treysta á þolinmæðina 

2 Replies to “Myndir – í rugli”

  1. Ég veit að seinni myndin – er svona eins konar sjómannamál – en þessi orð féllu á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar…… og það var kona – fæddur ísfirðingur að ég held – sem var í ræðupúlti…….

  2. Nú sjást einhver myndaalbúm – en á grunnformi – ekki “Slides”…. en þetta er alla vega aðeins í áttina

Comments are closed.

EnglishUSA