Ritsjórnarstefna

Print Friendly, PDF & Email

Markhópur síðunnar: Allir sem tengst hafa Fljótavík frá örófi alda.

Markmiðið með síðunni:  Að safna upplýsingum og heimildum um gamla tíma og frá líðandi stundu.

Ritstjóri hefur áratugum saman haldið fast í gamla ameríska formúlu, KISS,  eða Keep ISimple, Stupid – í þeirri meiningu að reyna að halda öllu eins einföldu og kostur er á – og í þeim anda skal bent á að það er mikilvægara að safna gömlum heimildum og frásögnum en eltast við ný forrit, eða flottara útlit. Það má vel vera að seinna komi að slíku, (t.d. nú árið 2014) en þangað til….KISS.

——————————————————————————————————————

Þegar fyrsta útgáfa heimasíðunnar var gerð setti Ingólfur Gauti Arnarson hana útlitslega upp í forriti sem heitir Microsoft Publisher,  en  Ásgeir hefur verið “ritstjóri”  frá upphafi.  Síðan  fór í loftið í tengslum við aldarafmæli Maríu Friðriksdóttur en þess var minnst á miðju sumri 2005.

Smám saman söfnuðust upplýsingar  – síðan stækkaði – og hafði undið upp á sig  – nálgast upphaflegan tilgang sinn, þegar röð atburða og tölvubilana varð til þess að síðan lokaðist, og hafði ekki verið uppfærð í hátt í 4 ár þegar ný útgáfa tók við.

Tölvuumhverfi og netheimar hafa tekið miklum breytingum frá árinu 2005. Flestir íslendingar sem á annað borð nota tölvur, eru komnir á Facebook – og samskiptasíður eins og Facebook og Twitter hafa mikið til komið í staðinn fyrir bloggsíður. Heimasíður á borð við www.fljotavik.is gætu við fyrstu hugsun virst úreltar eða tímaskekkjur. En – ef við hugsum um upphaflega markmiðið – að safna og halda saman upplýsingum sem tengjast þessu þröngt afmarkaða svæði – Fljótavík – þá er það mín skoðun að það verði að halda þessari síðu við og reyna að byggja við hana eftir því sem mál þróast og gamlir hlutir dúkka upp.

Á tímum Óbyggðarnefndar gæti orðið mikilvægt  að eigendur landsins þurfi að ræða um og vernda hagsmuni sína, svo hér gæti orðið vettvangur til þess.