Um fljotavik.is

Síðan uppfærð: 11.feb 2020 

Í upphafi var orðið ….

Ritstjóri gekk lengi með grilluna – og sendi loks tölvupóst með tillögu á fyrsta legg afkomenda Boggu og Ingólfs í Atlatungu, 1.sept. 2003. Þetta þurfti að melta og hugsa  – í eitt og hálft ár, en þá  fórum við að sjá bílar merkta  “Fljótavík” á vegum landsins –  og á Suðurnesjum mátt sjá bíl með merkingunni “Atlastaðafiskur”. Það varð ljóst það lá á að ná í nafnið á léninu.

Ingólfur Gauti Arnarsson keypti lénið  www.fljotaviks.is , og fór í gang með grunnhönnunina, og restin er svo hér á síðunni.

Tillagan :   Stofnum heimasíðuna www.fljotavik.is  

Með fylgdu pælingar eins og  …: Ef grannt er skoðað, liggur ótrúlega mikið fyrir (árið 2003) af gögnum sem tengjast Fljóti, gömlu bæjarnöfnunum og núverandi sumarbústöðum.  Sumt er finnanlegt nú þegar, en sorglega lítið.

Það væri spennandi að koma þessu saman  – linka – á einn stað – ekki satt?  Í raun, er áhyggjuefni – og eftirvænting – bundin því sem ekki er skráð. Þeim fer fækkandi sem geta sagt frá tímum þegar víkin var í byggð – og um örnefni.

Þeir sam hafa komið á Atlastaði og séð hina gríðarmiklu loftmynd sem þar er af víkinni, vita að þarna er eitthvað sem mætti setja á vefinn. Ekki eru allir sammála um örnefnin, eða hvort þau séu rétt staðsett. Það er dæmi um að það þarf að gera eitthvað.  Það að myndin var sett upp, og reynt að staðsetja örnefnin rétt er lofsvert framtak, og við ættum að hvetja til þess að þessu verið framhaldið, og unnið til hlýtar.

Þegar sótt var um byggingaleyfi fyrir Atlatungu (1993) fór fram mikil vinna, sem mæddi mikið á fáum. Gerð voru kort, og rætt við fólk sem bjó á svæðinu á síðustu árum byggðar. Töluvert er til af gögnum frá undirbúningsvinnu og margt á við um alla víkina.

Til eru göngulýsingar, örnefnalýsingar, kirkjubækur frá Staðarsókn og vafalaust fleiri heimildir, auk Sléttuhreppsbókar og Hornstrendingabókar. Upplagt væri að vinna efni úr því.

Síðan komst “í loftið”

Síðan  fór í loftið í tengslum við 100 ára afmæli Maríu Friðriksdóttur, en þess var minnst á miðju sumri 2005. Smám saman hefur þetta undið upp á sig og nálgast tilganginn.

Fyrst var notast við forritið “MS Publisher”, sem fylgdu alls konar vandamál. 2013 var skipt í núverandi vefforrit – WordPress – og síðan fór í hýsingu hjá Snerpu á Ísafirði.

Fjármál

Reynt er að halda kostnaði sem næst núlli. Tölvuvinna og hýsing fram til 1.febrúar 2008 hefur verið á vegum Ingólfs Gauta Arnarsonar, Þórs Harðarsonar (hýsing) og Ásgeirs Ásgeirssonar. Greinar, eins og frá Gunnari Þórðarsyni, Jósef Vernharðssyni, Snorra Grímssyni, Kjartani Ólafssyni og Kristjáni G Jóhannssyni  og svo ritvinnsla Sigríðar Jósefsdóttur og Maríu Ingólfsdóttur hafa verið gefnar. Eini beinharði kostnaðurinnn er.:

  • Stofnun og kaup á léninu www.fljotavik.is. Þar kom til stofnkostnaður og síðan þarf að viðhalda leyfinu með árgjaldi.
  • Hýsing á myndasíðunni www.123.is/fljotavik. Þar þarf að greiða árgjald (Unnið er að því að færa myndir frá 123.is yfir til Snerpu – og verður þá hætt að nota 123.is         áá 280516)
  • Hýsing á heimamsíðunni www.fljotavik.is. Síðan var í mörg ár í vörslu sama fyrirtækis og nefnt er undir lið 2). Greiða þurfti árgjald og var öryggisafritun innifalin. (Síðan hefur frá hausti 2013 verið hýst á vef  Snerpu á Ísafirði      áá 280516)

Á meðan okkur tekst að halda þessu í núverandi farvegi, telst mér til að heildar rekstrarkostnaður á almanaksári, sé undir 30 þúsundum króna.

Ég sem ritsjóri er andvígur því að fara fram á greiðslu frá neinum. Ég er þannig gerður, að með því myndi ég telja mig skuldbundinn til verka.  Ég skil þó að margir vilji taka þátt í að halda síðunni gangandi – það myndi ég líka vilja. Ég fellst því á að síðan þiggi frjáls framlög til að taka þátt í greiðslu kostnaðar.

 

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA