Að skoða myndir …..

Print Friendly, PDF & Email

Uppfært 7.sept. 2018

Inngangur

Forritið Nextgen Gallery (Plus)  er notað til að sýna myndir, enda langvinsælast í WordPress heiminum.

Leiðbeiningar

Öll myndasöfn eru sett upp á svipaðan hátt. Hvernig söfnin birtast fer t.d.  eftir upplausn myndanna þegar þær bárust og eins stærð og upplausn skjáarins sem þú notar. Oftast sjást margar litlar myndir sem yfirlit. Skoða má myndir beint á þessu smáa formi – en einnig “klikka” á mynd – og þá fer myndasýning í gang. Á “slidesformi” sjást tákn í neðra vinstra horni.

IMG_2788

Tákn 1 – lengst til vinstri – þríhyrningur setur slides sýningarvélina í gang, og á meðan koma þar tvö samhliða strik, sem tákna hlé ef það er valið.

Tákn 2 – pílur út frá miðju – táknar að með því megi stækka myndina, ef aðstæður leyfa. Velja þarf Esc til að minnka skjáinn aftur – eða klikka á skilaboðin efst.

Tákn 3 –  “i” –  opnar upplýsingaskjá undir myndinni. Þarna birtist texti sem kann að hafa verið skrifaður inn til skýringar. Lesendur geta ekki skrifað þarna.

Tákn 4 – textablaðra – lengst til hægri  opnar skjá hægra megin við myndina. Þar getið þið skrifað athugasemdir – en textinn vistast aðeins ef þið gerið grein fyrir ykkur. Það getið þið gert beint með því að fylla út í viðeigandi glugga – eða notað Facebookskráningu, sem þá þarf að haka við undir innsláttarglugganum. Athugið að oft birtist textinn ekki strax – og þá þarf stjórnandi að samþykkja textann.

Stillingar – fyrir stjórnendur

Display type..,,.:    NextGEN Pro Masonry            Max image widt:   200 Pix

Image padding..:   5     Pix                                             Display trigges.:    Always

Þín ummæli eru vel þegin ....