2016-01 : TF-VIK SÓH

Print Friendly, PDF & Email

12494018_10205448095377885_1585929279_oVeður í desember 2015 var á margan hátt skrautlegt um allt Íslandi. Vindhraði mældist víða hátt í það sem sést í þriðja stigs fellibyl. Það er því að vonum, að margir sem tengjast sumarhúsum á Hornströndum, hafa áhyggjur – er nú allt í lagi?

Eftir þau skakkaföll sem bústaðir í Fljóti lentu í, laust fyrir áramótin 2014/2015, voru áhyggjur kansi mestar hjá aðstandendum bústaða þar. Þá getur komið sér vel að velviljaðir menn með flugréttindi og aðgang að góðri flugvél eins og TF-VIK er, séu meðal þeirra sem vilja komast að því hvort eitthvað hafi nú komið fyrir.

Flogið var á TF-VIK yfir húsin í Fljóti, 3.janúar 2016. Í vélinni voru Örn og Hálfdán Ingólfssynir og Sævar Hjörvarsson, sem tók þær 3 myndir sem borist hafa úr feðinni.

Ritstjóri hefur gert tilraunir með að kroppa hluta af þessum myndum, í þeirri von að hægt verði að skoða í meiri smáatriðum, en það hefur nú ekki gengið allt of vel!

12494018_10205448095377885_1585929279_o

Picture 1 of 11

Þín ummæli eru vel þegin ....