Um síðuna …..

“Korteri fyrir nýliðin áramót” voru gerðar breytingar á ritvinnsluhluta forritsins WordPress sem er notað til að skrifa allt sem kemur á þessa heimasíðu. Þetta er nú ekki sérstaklega vinsælt hjá svona gömlum fauski eins og mér – en ég er að reyna að láta mig hafa það. Þið verðið bara – eins og ég – að láta þetta yfir ykkur ganga.

Til að gera þetta enn flóknara, er líklegt, að með ofantalinni breytingu, fylgi aðrar, sem að lokum kunna að leiða til þess að allt útlit síðunnar muni taka breytingum. Við verðum bara að vona það besta.

Gleðilegt nýtt ár – 2019

Tíminn líður stöðugt áfram. Við ráðum ekki við það. Það má í raun segja að hvert augnablik séu tímamót í sjálfu sér, en það er ekki vaninn að dvelja við slíkt.

Augnablikið þegar klukkan breytist úr 23:59 á Gamlársdag yfir í 00:00 á Nýjársdag teljast af flestum vera harla merkileg  tímamót – og annsi mörg “kerfi” fara í uppgjörsham.

Þessi heimasíða tekur þessu nú bara með ró og spekt og því kemur bara lítil mynd og stuttur texti þar á eftir….. : 

Gleðilegt ár 2019

Gönguleiðarlýsingar

Að öðrum ólöstuðum, hefur þessi heimasíða ekki fengið meira aðsent efni frá neinum en frá Gunnari Þórðarsyni. Gunnar er barnabarn Júlíusar Geirmundssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. 

Gönguleiðarlýsingar Gunnars eru ítarlegar og skreyttar skemmtilegum og fróðlegum sögum, auk þess sem mikið af örnefnum koma fram í þeim. 

Í  dag skal bent á lýsingu Gunnars á svæðinu frá Bæjarnesi og að Grundarenda, þ.e.a.s því sumarbústaðasvæði þar sem flestir bústaðir Fljóts eru.

Ásgeir