Landakort á samfélagsmiðlum

 

Algengasta vaðleiðin milli Tungulands og Langaness
Því hærra yfir víkinni – því færri upplýsingar, og svo öfugt.

Samfélagsmiðlar 

Ritsjóri hefur áður rætt það hvort síða eins og þessi, eigi rétt á sér, nú þegar allir þessir samfélagsmiðlar eru orðnir svona margir og mikið notaðir.  Þó það sé auðvelt að ná til fjöldans með þeim, geyma þeir ekki flokkaðar upplýsingar, með auðveldu aðgengi síðar meir. Sumir gera meira að segja út á að skilaboð sem sett eru inn, hverfi eftir skamman tíma  – eða strax eftir lestur.

Hér er skrifað “Báruhús” – en á væntanlega að vera Bárubær”
Hvað varð um Bæjarána ?
Teiknuð gönguslóð, miðast greinilega við styðstu leið. að tjaldstæðinu

 

Flestir samfélagsmiðlar bjóða möguleika á að skoða landakort, á einhverju formi. Facebook getur til að mynda, sýnt hvar fyrirtæki eða einstaklingar eru til húsa – og þá er auðvelt að skoða næsta nágrenni.

Það kemur svolítið á óvart – e.t.v. vegna þess að maður hefur ekki pælt svo mikið í því – að komast að því að það getur verið mikill munur á því hvernig kortin eru.

Ritstjóri var að fá ábendingu um að ef kort yfir Fljótavík er skoðað á  Snapchat, sést svo sem ekki margt, við fyrstu sýn, en ef “farið er nær” birtast punktalínur sem sýna gönguslóða og meira að segja sést algengasta vaðslóð milli Tungulands og Langaness. Sumarhúsin Atlastaðamegin eru merkt með nafni.

Forvitnilegt væri að komast að því, hvernig þessar merkingar hafa komið til. Er einhver “okkar” sem getur upplýst um það ? 

Ásgeir 

Samfélagið – um friðland Hornstranda

Drögin ….

Eins og áður hefur komið fram, hefur nefnd á vegum Umhverfisstofnunar birt 43 blaðsíðna  „Drög að nýrri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum“. Farið er fram á að athugasemdum sé skilað eigi síðar en 17.júlí 2018.

Eftir að drögin hafa verið endurskoðuð út frá athugasemdum, verða þau væntanlega samþykkt þannig að öllum sem koma í friðlandið – og vel að merkja innan kílómeters fjarlægðar frá landi – ber að fara eftir þeim, á meðan þau eru í gildi.

Það er mikilvægt að hagsmunaraðilar lesi drögin og komi með athugasemdir, ef einhverjar eru.

Samfélagið …

„Samfélagið“ , útvarpsþáttur í Ríkisútvarpinu, birti viðtal við Kristínu Ósk Jónasdóttur, landvörð í friðlandi Hornstranda, þann 18.júní 2018, þar sem farið er yfir drögin.  Framtakið er þakkarvert, og skal bent á að hlusta á viðtalið, sem opnast með því að velja þennan hlekk. Viðtalið hefst við tímann 02:40 og lýkur við 22:15 og   verður aðgengilegt til og með 16.september 2018.