Ný flugvél í flugflotann

Um síðustu helgi, lögðu tveir fljótvíkingar upp í ferjuflug, þegar þeir ferjuðu nýja flugvél frá Rotterdam í Hollandi og til Reykjavíkur. Þetta voru Eddi í Tungu og Ási á Lækjabrekku.

Skemmst er frá að segja að flugið, sem dreifðist á þrjá daga, tókst óhappalaust og farsællega.

Um er að ræða fjögurra sæta flugvél. Tegundin er Glasair Sportsman, og ber hún einkennisstafina PH-JAJ.

Um leið og ritstjóri gerist svo djarfur að telja þessa vél með í “Flugvélaflota Fljótavíkur”, óskar hann þeim sem eiga vélina til hamingju og með fylgir ósk um farsæld alla tíð.

Ásgeir

Myndir frá Edda í Tungu, teknar í maí 2016

Eins og ég hef áður bent á, er eðli stjórnmálamanna að taka stefnumarkandi ákvarðanir og halda fast við þær alveg fram í rauðan dauðan, uns fokið er í flest eða öll skjól.

Þá taka þeir nýja ákvörðun – stefnumarkandi – og halda fast við hana fram í rauðan dauðan, …. og taka þá nýja ákvörðun…… o.s.frv.

Ég er svolítið þannig núna. Ég hef reynt að halda mig við að birta eitthvað annan hvern föstudag, en er nú með flest “niðri um mig” hvað það varðar.

Ég birti því, með góðri samvisku, myndir sem Eddi Finns sendi síðunni. Þær eru teknar í maí 2016 og sýna að mestu framkvæmdir við að koma Bæjaránni aftur í sinn rétta farveg.

Eins og “allir vita”, þá eru myndasíðurnar undir flipanum “Myndir” á forsíðu heimasíðunnar, og best væri að allir myndu nú venja sig á að fara þá leið til að skoða myndirnar, en annars má “klikka” á þessa línu……. 

“Enginn maður er eyland…..”

Enskur prestur og skáld, sem hét John Dunn, og var uppi á 16.öld notaði textann í yfirskriftinn – “No man is an island” – í bálki sem lýsti því hvernig hlutirnir hanga saman í tilverunni. Ef grannt er skoðað komum við öll veröldinni við.

TF-REB við Kögur
Mynd tekin að hausti 1969 af flugvél í fjörunni í Fljótavík. Myndin kom frá Edward Finnssyni

Eins og ég hef rætt áður þá get ég ekki haldið þessari síðu endalaust í gangi – því það er ekki svo mikið eftir hjá mér eða í mínu minni, sem ég hef ekki birt þá þegar – og – ég skálda ekki staðreyndir. “Enginn maður er eyland…..”

Þess vegna er það svo mikilvægt að fá eitthvað að moða úr, og þar á meðal ljósmyndir, hvort sem þær eru glænýjar eða eld gamlar.

Myndir Ásmundar Guðnasonar, Continue reading ““Enginn maður er eyland…..””