Ferðastiklur RUV – um Fljótavík

Sjónvarp Ríkisútvarpsins sýnir Ferðastikluþátt að kvöldi 7.mars 2019, klukkan 20:05 . Í þessum þætti verður fjallað um Fljótavík. Spennandi – og skylduáhorf.

Lýsing sjónvarpsins um dagskrárliðinn er þessi:

Hún er ægileg, ströndin nyrst á Vestfjörðum. Tindum prýdd fjöll sem standa þverhnípt úr sjó, fjörulaus nánast með öllu, nema þar sem víkur og vogar skera björgin. Fljótavík er nyrsta bæjarstæðið á Vestfjörðum en byggðin fór í eyði um miðja síðustu öld. Á veturna er þarna kalt og hart en á sumrin fyllist víkin af lífi og gróður vex villt um allar brekkur. Í þessum lokaþætti fer Lára Ómarsdóttir ásamt föður sínum, Ómari Ragnarssyni, í Fljótavík þar sem hjartað slær í öðrum takti en í borginni.

Telur Umhverfisstofnun að ríkið eigi jarðirnar á Hornströndum?

„Stjórnunar- og verndaráætlun“ Umhverfisstofnunar vegna friðlandsins á Hornströndum var birt 15.febrúar 2019, og er ætlað að gilda fyrir 10 ára tímabil – eða frá upphafi árs 2019 til loka árs 2028. Áætlunin er upp á 50 blaðsíður, og tekur á mörgum málum. Á blaðsíðu 8 er listi yfir þá sem skipuðu samstarfshópinn sem vann að stefnumótuninni, og má telja að „heimamenn“………….. Continue reading “Telur Umhverfisstofnun að ríkið eigi jarðirnar á Hornströndum?”