Kæjakræðarar í Fljóti árið 1976

Kajak_01
Pörin þrjú að búast til brottfarar frá Fljótavík á Hornströndum, eftir að hafa dvalið þar í nokkrar nætur sumarið 1976

Árið 1976 komu 3 pör á 6 kajökum að landi í Fljótavík. Enginn átti von á þeim. Allt í einu var fólkið komið upp í fjöru án þess að neinn hefði tekið eftir þeim úti á víkinni.

Lagt hafði verið upp frá Bolungarvík,  róið yfir Djúp, og komið víða að landi áður en komið var til Fljóavíkur. “Heimamenn” komust að því að þau hefðu gert áætlun um að ljúka ferðinni í Hornvík, en reyndin varð að þau áðu í Fljóti og sneru við þaðan.

Það er freystandi, meðan annað kemur ekki í ljós, að halda að einhver úr þessum hópi, hafir farið að rifja ferðina upp, þegar hann heyrði lagið Fljótavík með Sigur Rós, og búið til myndasýningu við lagið.

Ritstjóri hefur gert sérstaka myndasíðu í tengslum við þetta – og þar er hlekkur á videoið auk þess sem myndir eru frá heimafólki og nokkrar kroppaðar úr myndbandinu.

Veljið þennan hlekk til að njóta………. 

Ferðaáætlanir ferðafélaganna

Nýverið fékk ég bæklinginn “Ferðaáætlun 2014” frá Ferðafélagi Íslands.  Þar er gaman að sjá mikla grósku  í kring um Ferðafélag Ísfirðinga, sem er deild í Ferðafélagi Íslands. Þeir sem standa þar að baki eiga hrós skilið fyrir dugnað.

Ég fæ ekki séð að Ferðafélag Íslands skipuleggi eina einustu ferð um Fljótavík sumarið 2014. Má vera að við sem sækjum í kyrrðina og friðinn í víkinni fögru, kærum okkur kollótt um það – en af hverju er þetta svona?

Það fylgir því ákveðinn beigur að sjá á bls. 45 í nefndum bæklingi, undir ferð sem heitir S-31 Hornstrandir, hvernig Flæðareyri er flokkuð með Hornströndum. Þó skigreining svæðisins geti verið á reiki hjá “leikmönnum”  hefði maður haldið að þeir sem skrifa svona bæklinga, að ég nú ekki tali um þá sem skráðir eru farastjórar, eigi að vita betur.

Hornstrandafriðlandið er skilgreint sem landsvæðið norðan við lægstu punkta vantasvæðisins á milli Hrafnfjarðar í Jökulfjörðum og Furufjarðar, um Skorarheiði. Síðan geta menn rætt það hvort Hornstrandir séu bara það svæði sem liggur frá Hornbjargi til suðausturs að Furufirði – eða hvort það eigi við um allt svæðið þarna fyrir norðan – Norðurstrandir, og/eða Víkurnar. Í öllu falli hlýtur það að vera mikilvægt fyrir farastjóra í þessari ferð, að sjá til þess að hópurinn fari norður fyrir Skorará, svo þátttakendur geti réttlætt það að hafa komið á svæðið.