Ný flugvél í flugflotann

Um síðustu helgi, lögðu tveir fljótvíkingar upp í ferjuflug, þegar þeir ferjuðu nýja flugvél frá Rotterdam í Hollandi og til Reykjavíkur. Þetta voru Eddi í Tungu og Ási á Lækjabrekku.

Skemmst er frá að segja að flugið, sem dreifðist á þrjá daga, tókst óhappalaust og farsællega.

Um er að ræða fjögurra sæta flugvél. Tegundin er Glasair Sportsman, og ber hún einkennisstafina PH-JAJ.

Um leið og ritstjóri gerist svo djarfur að telja þessa vél með í “Flugvélaflota Fljótavíkur”, óskar hann þeim sem eiga vélina til hamingju og með fylgir ósk um farsæld alla tíð.

Ásgeir

Að skjóta sig í löppina … eða standa ekki við það sem ég segi …..

Ég birti blogg laust eftir síðastliðið miðnætti. Á undanförnum mánuðum hef ég reynt að vinna mér í haginn, og punkta eitthvað hjá mér sem ég vinn svo áfram – eða kasta.

Það er því andstætt öllu sem ég hef verið að gera, að ég hendi nú einhverju aftur í loftið – nokkrum klukkutímum eftir síðasta blogg. Ég gæti með nokkrum rétti að ég væri að ganga þvert á það sem ég hef verið að segja þegar ég stefni á að hafa 14 daga á milli blogga, og því má líka segja að ég sé að skjóta mig í löppina.

Það þetta aukablogg kemur til af góðu,  því hér í morgun birtist nokkura daga gamalt myndband af flugi yfir – en þó því miður- framhjá – “okkar” svæði

En – þar sem nú hefur verið  hæðarsvæði og stilla hér við land, geri ég ráð fyrir að einhverjir þeirra sem hafa yfir flugvélum að ráða og hugsa sérstaklega til Fljótavíkur, séu farnir að ókyrrast.

Því vil ég minna flugmenn á, að þessi síða er með sérstakan áhuga á að fylgjast með breytingum á sjálfum óskjaftinum …… svo – sjáið nú aumur á okkur og smellið a.m.k. einni mynd af honum….. og sendið að sjálfsögðu til mín.

Ásgeir