Föstudagspistill 18.apríl 2014

Nú verður það stutt.

1)    Fyrst legg ég áherslu á að fólk lesi “bloggið” hér fyrir neðan um Óbyggðanefnd og mikilvægi þess að koma þinglýsingarskjölum í lag – og viðhalda því svo í lagi! Í því sambandi bendi ég líka á yfirsíðuna “Landeigendur“.

Um páska er fólk að fara landshluta á milli – eldri og yngri kynslóðir hittast – notið tækifærið og ræðið þetta!

2)    Ég læði stundum inn nýjum tengingum í “Tímalínuna” – og sem dæmi bendi ég á að við ártalið 1949 er nýr hlekkur um Gunnvör og eins við árið 1974 þar sem er hlekkur í viðtal við Helga Geirmundsson vegna ísbjarnarins.

3)   Þá birti ég afrit af friðunarskjali skálatóftar Vébjarnar signakappa. Í skjalinu kemur fram að eigendum jarðarinnar beri að varðveita skjalið. Mér segir nú svo hugur um að þann 16.júní 1946 hafi þetta skjal ekki verið efst í huga þeirra eigenda jarðarinnar sem síðastir yfirgáfu víkina fögru – en það væri nú samt gaman að vita hvort einhver viti hvort þetta (frumrit) hafi verið varðveitt einhvers staðar allan þennan tíma?

…þetta varð nú bara lengra en til stóð….

Ásgeir

Fornleifar – fornminjar

www.bb.is birti þann 22.mars 2014 smá frétt  um námskeið þar sem fara átti yfir og kenna hvernig bæri að skrá fornleifar.

Hvað með Fljótavík? Þá er ekki bara verið að hugsa um skálatóft Vébjarnar Signgakappa sem er á fornminjaskrá – en enginn veit um nákvæma staðsetningu, ( eða hvað ?)  – heldur er verið hugsa um það hvort í Fljótavík séu aðrar fornminjar sem við bara hreinlega gerum okkur ekki grein fyrir.

Hvða finnst ykkur?  Vitið þið um eitthvað sem ætti að láta vita um sem hugsanlegar fornminjar?