Ábúð – Atlastaðir í Fljóti

Uppfært 2.feb. 2020

1703 / ???? :   Jón Björnsson  (F.um 1657) og Borghildur Jónsdóttir  (F.1654). Barnlaus.  Jón selur hlut sinn í jörðinni Þverdal í Aðalvík, 18.5.1703 og fékk í staðinn mat og fleira til þurftar sér í “aðþrengjandi neyð og bjargræðisleysi.”

1703 / ???? :   Sigurður Björnsson (F.1659) og Gunnhildur Oddsdóttir (F.1653).  Áttu tvær dætur þær Ingibjörgu og Helgu.

Eftir árið 1703 hverfur ofannefnt fólk úr ábúendatölu hreppsins. Ef til vill hefur það farist í bólunni. Í öllum bændatölum fram yfir 1762 er jörðin Atlastaðir sög í eyði og er næst vitað um ábúenda með nafni árið 1788.

1788 / 1811 :   Jón Þorkelsson (F.1748 D.1814) (9) og Þóra Snorradóttir (F.1759 D.26.6.1817) (9).  Í munnmælum er Jón sagður hraustmenni þó ekki  á við föður sinn. (Í Hornstrendingabók á bls. 359 er frásögn um slys í Hornbjargi þar sem Þórður, Ólafur, Kári og Kjartan synir ábúenda voru við eggjatöku. Mikil skriða féll á tvo þeirra. Ólafur var í útjaðri skriðunnar og slasaðist – en Kjartan grófst undir og fannst aldrei.) 

1811 / 1846 :   Oddur Jónsson (F.1781 D.17.okt.1846) (9) og Guðrún Þorkelsdóttir (F.1786 D. 4.júlí 1858) (9,10). Áttu börnin Veroniku, Þorgerði og Sigríði. Oddur var smiður góður og orðhagur vel, var fræðgur fyrir askasmíðar og stundum kallaður Oddur askasmiður. (10)

1810 / 1812 :   Þorsteinn Teitsson og Hallbera Jónsdóttir

1816 / 1823 :   Ólafur Jónsson og Soffía Jónsdóttir

1823 / 1824 :   Þórður Jónsson og  Soffía Malaleelsdóttir

1825 / 1830 :   Ólafur Jónsson og Soffía Jónsdóttir

1831 / 1839 :   Dósóþeus Halldórsson og Verónika Oddsdóttir

1841 / 1848 :    Jón Þorsteinsson og Þorgerður Oddsdóttir

1845 / 1855 :    Ólafur Jónsson og Soffía Jónsdóttir

1848 / 1850 :   Þorsteinn Snæbjörnsson, Kristín Bjarnadóttir og Þórdís Sigfúsdóttir

1855 / 1860 :   Guðmundur Þeófílusson og Karólína Ólafsdóttir

1855 / 1863 :   Kristján Halldórsson, Signý Sigmundsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir

1858 / 1862 :   Kjartan Ólafsson og Ingibjörg Sakaríasdóttir

1870 / 1900 :   Jósef Hjálmarsson og Guðrún Ólafsdóttir (Í Hornstrendingabók á bls. 336-337 er sagt frá því að Jósef hafi verið fyrstur manna til að síga eftir fugli í Festarskörð á Hælavíkurbjargi)

1878 / 1887 :   Betúel Jónsson og Sólveig Jónsdóttir

1877 / 1900 :   Guðni Jósteinsson (3.mar 1851-21.apr 1917) og Matthildur Arnórsdóttir (13.mar 1851-23.okt 1917).

Margrét Katrín Guðnadóttir (14.apr 1885-12.apr1925),  sem flutti aftur að Atlastöðum árið 1906, var dóttir þeira,. Hún þekkti því vel til jarðarinnar þegar hún og Jósep Hermannsson, maður hennar keyptu (og fluttu á) hálfa jörðina.

1893 / 1897 :   Hjálmar Kristjánsson og Kristjana Guðlaugsdóttir

1900 / 1902 :   Jón Hjálmarsson og Karitas Guðnadóttir

1900 / 1901 :   Guðmundur Þeófílusson og Ketilríður Veturliðadóttir

1902 / 1906 :   Híram Jónsson og ráðskonan Elísabet Tómasdóttir (Þau bjuggu síðan á Glúmsstöðum fram á næsta ár)

1899 / 1903 :   Geirmundur Guðmundsson (7.mar 1857-6.jún 1921) og Sigurlína Friðriksdóttir (29.feb 1852-16.mar 1925) .

Júlíus Geirmundsson (26.maí 1884-6.jún 1962) sem keypti hálfa jörðina Atlastaði árið 1906, var sonur þeirra. Júlíus hefur verið um 15 ára þegar foreldrar hans flytja á Atlastaði. Spurning hvort hann flutti með þá? Hver veit!


1906 / 1946 :   Júlíus Geirmundsson og Guðrún Jónsdóttir

1906 / 1946 :   Jósef Hermannsson og Margrét Katrín Guðnadóttir

1940 / 1946 :   Finnbogi Rútur Jósefsson og Aníta Friðriksdóttir

Systkinin Hermann og ráðskona hans Margrét Friðriksbörn bjuggu um tíma að Atlastöðum en einnig á Gúmsstöðum 1912-1913. Þá bjuggu Högni Sturluson og Júlíana Júlíusdóttir að Atlastöðum, sem húsmenn. Íbúðarhús þeirra,  Högnahús / Hjalli, stóð uppi á hjallanum fyrir ofan núverandi sumarbústað sem nefndur er Júllahús.

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA