Annáll ársins 2015 ?

IMG_3676

Sko – ef maður finnur enga mynd sem hentar – verður maður að redda sér…….

Eins og margoft hefur komið fram, er eitt af markmiðum þessarar heimasíðu að safna upplýsingum um liðna tíma og halda utan um þær.

Við þurfum þá ekki bara að leita langt aftur í tímann – heldur líka skoða nýliðið ár – og því spyr ég:

Hvað ætti að koma fram í tímalínu ársins 2015?   Mig langar sérstaklega að benda á að þið getið skrifað ykkar eigin annál fyrir það sumarhús sem þið tengist, og það væri þá hægt að setja hann inn undir því sumarhúsi – hvort sem það nú væri opið öllum eða lokað með lykilorði….. sem sá sem setur þetta inn yrði þó reyndar líka að þekkja. Það gæti komið sér vel síðar meir, að geta lesið þarna hvenær þakið var síðast málað, eða veröndin , eða bara hvenær hitt eða þetta gerðist eða var framkvæmt. Dæmi frá Atlatungu 

Allar ábendingar um viðbætur í tímalínuna eru vel þegnar. Hér fyrir neðan er staðan eins og hún var þegar þessi póstur var birtur”


 

2015:     Í janúar fór fimm manna vinnuflokkur frá Ísafirði í botn Hesteyrarfjarðar og í Fljótavík og að Látrum, til að gera við það sem hægt var á þeim 54 tímum sem liðu frá því að lagt var af stað fá Ísafirði uns komið var til Bolungarvíkur.

Til bakaÍ maí var komið með mikið af byggingarefni, aðallega vegna Bárubæjar. Um sumarið var unnið mikið við Bárubæ og að mestu gengið frá húsinu að utan, þanig að það er orðið hið glæsilegasta.

Vegna snjóþyngsla og kulda ,eða bara almennrar ótíðar um vorið komust bústaðir seint í byggð, og voru Atlastaðir sem dæmi, óvenju lítið bókaðir. Sumarið einkenndist af mikilli vætu og kulda, og undir lok ágúst komu dagar þar sem regnmælingar frá Atlatungu slógu fyrri met, dag eftir dag, enda fór svo að vitað er um nokkrar skriður frá þeim tíma, og meira að segja í gilinu þar sem Bæjará rennur rétt fyrir ofan Brekku. Sú “skriða” eða jarðfall olli skemmdum á vatnslögnum til sumarbústaða og grjót hefur borist niður ána og haft áhrif á farveg hennar.

Sendið ábendingar á asgeirsson54@gmail.com – eða/og skrifið í gluggann: “Þín ummæli eru vel þegin …..” hér fyrir neðan.

EnglishUSA