Bryggjuframkvæmdir

Uppfært 12. júní 2019

Mynd Hjörvars Freys Hjörvarssonar sett sem forsíðumynd síðunnar

Snemma á árinu 2019 fékkst styrkur til að bæta lendingaraðstöðu fyrir smábáta í Fljótavík. Myndir í þessu safni eru teknar af nokkrum aðilum, og eiga að sýna framþróun verksins.

Þessi síða er í vinnslu. Stór hluti myndanna er frá Facebooksíðum þeira sem eiga þær og hafa gefið leyfi fyrir afritun. Gallar við þá leið, er að þá fylgja engar tímasetningar og upplausn er skert miðað við frumritið – en það er ekki endilega að koma að sök.

Eddi sendi líka myndir í Dropbox – og þá fylgja upplýsingar um tímasetningar – sem er kostur. Galli, sem ég þarf að læra á og komast fyrir, er að þær myndir – og reyndar video – eru langtum stærri en þau 2Mb sem kerfið býður upp á sem hámark.

Ég hef gefið myndunum nafn þar sem nafn eiganda kemur fyrst – og svo tölur. Ef ég hef upplýsingar um tímasetningar koma þær fram í nafni myndanna, en þau sjást aðeins í tölvu (ekki síma) ef ” i “ er valið neðst til vinstri undir mynd á slides formi. Í einhverjum tilfellum, kemur eigandi myndarinnar einnig fram ef bendill er stöðvaður yfir mynd.

Sendið ábendingar um betri röðun. Svo er lítið mál að bæta myndum við svo ….. þetta er áframhaldandi ferli

Þeir sem tóku myndirnar – og eiga þær því eru:

  • Ási Ásmundur Guðnason
  • Eddi Edward Finnsson
  • Hjörvar Freyr Hjörvarsson
  • Jón Arnar Sigurþórsson
  • Magnús Helgason

Hvernig á að skoða myndir

Print Friendly, PDF & Email