Draugagangur?

Heimasíðan hefur stórt sé verið til friðs um langan tíma…… en nú er hlaupinn draugagangur í það smáforrit (Plugin) sem sér um að ljósmyndir séu á því formi sem verið hefur.

IMG_3785[1]Margir sem hafa komið nálægt forritun – eða heimasíðusmíð, kannast við að þegar tekst að koma einhverju í það horf sem það nú á að vera – þá hrynur eitthvað annað í staðinn.

Sko – þannig er……….. að ég kaupi forrit sem heitir NexGen Gallery, til að sjá um þetta. Til viðbótar kaupi ég flottari viðbótarútfærslu sem heitir NextGen Gallery Plus, og gerir að verkum að hægt er að sýna myndir þannig að þær fylli út í allan skjáinn – og reyndar á þetta að aðlaga sig eftir mismunandi skjástærðum – frá stórum t.d. sjónvörpum og alveg niður í snjallsíma.

En – þegar einhverju er breytt – klikkar oft eitthvað annað – eins og áður var nefnt. Framleiðandi forritanna var að gera breytingar – meðal annars nafnabreytingar yfir í Photocrati….. og þá fór allt til fja…..

Ég er búinn að fara með töluverðan tíma í að kippa þessu í liðinn – en það hefur ekki tekist ….. og þar sem ég er að kaupa þessi forrit, á ég að eiga rétt á hjálp…… og eftir henni er nú beðið.

Vonandi kemst þetta sem fyrst í samt lag….. en ritstjóra grunar þó að það verði ekki fyrr en eftir helgi, svona úr þessu.

Þetta var nú allur draugagangurinn.

Ásgeir

EnglishUSA