Hvað ætti að vera á tímalínu ársins?

Það haustar að. Þó árið sé ekki liðið, styttist í að veturinn skelli á í “byggðinni” í Fljóti, og að ekki verði komið þangað fyrr en næsta vor. Þá vaknar þessi árlega spurning : Hvað ætti að vera á tímalínu ársins? Hvers ber að minnast? Hverju viljum við geta flett upp eftir 10 ár og sagt – það var sumarið 2016?

Hvað með framkvæmdir?

Myndin sýnir Finnboga Jósefsson sem var bóndi í Fljóti og Boggu Venna sem er bróðirdóttir Finnboga. Myndin er líklega tekin af Jóni M Gunnarssyni
Myndin sýnir Finnboga Jósefsson sem var bóndi í Fljóti og Boggu Venna sem er bróðurdóttir Finnboga. Myndin er líklega tekin af Jóni M Gunnarssyni

Hvað með veðrið? Var það slæmt – í meðallagi gott – eða frábært? Hvar myndum við setja það á skalanum 0 fyrir slæmt og 10 fyrir eins gott og það getur verið?

Ritstjóri náði að vera í um 10 daga samtals – og hefur varla upplifað betra veður – og því setja veðurgæðin í svona 7-8. En maður dæmir ekki allt sumarið einn, út fá 10 dögum af u.þ.b. 120 dögum sem dvalið er í húsunum.

Hvernig væri nú að segja sitt álit? Til viðbótar við að skrifa hér beint á síðuna, getið þið sem eruð á Facebook skrifað undir það sem birtist þar, eða skrifað mér skilaboð á Facebook –  eða sent á netfangið asgeirsson54@gmail.com

Og koma svo……. HÚH !!!!!

Ásgeir

3 Replies to “Hvað ætti að vera á tímalínu ársins?”

  1. Sumarið 2016 var sumarið sem KOM, ólíkt sumrinu 2015 (sem kom aldrei almennilega til Fljótavíkur).
    Úrhellið 2015 var svo mikið að sennilega hefur rigningarkvótinn fyrir 2016 verið uppurinn!
    Veðrið var svo gott (að minnsta kosti 8 á skalanum hans Ásgeirs) að við þurftum að fara reglulega upp í rafstöðvarstíflu (í Bæjará) til að dytta að innstreyminu, því rennslið í ánni var orðið óttalega aumingjalegt. Svo rammt kvað að þessu að Ingólfur var farinn að fagna í hvert sinn sem veðurspá gaf fyrirheit um þó ekki nema örlitlar rigningar-skvettur.
    Áberandi var hversu lítið var bókað á Atlastöðum. Aðeins tveir aðilar notuðu bókaða tíma, hinir hættu við á síðustu stundu, ýmist vegna veður-skrekks eða kostnaðar við að ferðast norður. Sævar Óli gat því notað Atlastaði nánast óslitið meðan hann stóð í framkvæmdum við Bárubæ.

    1. Takk fyrir þetta Halli. Já – það var ekki mikið um rigningu þetta sumarið, og þó snjóalög hafi verið mikil í vor, þá var snjórinn fljótur að fara. Ég hef þó ekki frétt hvort skaflinn innarlega í Bæjarfjallinu hafi horfið alveg?

      Og…. já það er sorglegt hversu mikið hefur dregið úr aðsókn að Atlasöðum – en að sama skapi gott að þau sem hafa séð um húsið undanfarin mörg ár, hafi þá geta nýtt það, ásamt með því að hafa verið farin að nota Bárubæ undir það síðasta.

  2. Hvað með framkvæmdir? Ný rotþró við Atlatungu – heilmikið gert í Bárubæ, og Skjaldabreiðu. Á eitthvað svona heima á tímalínu?

Comments are closed.

EnglishUSA