Hver að verða síðastur

Ætlar þú að gera athugasemd?

Mörg “blogg” sem ég skrifa, lifa ekki lengi, svona að öllu jöfnu. Þó má finna eitt og annað sem fer í endurnýjun lífdaga eða á fullan rétt á sér í dag. Í bloggi frá haustinu 2013 hef ég skrifað eftirfarandi…: 

  • ”  Eitt þurfa  allir að gera sér glögga grein fyrir. Lýðræðislegt sjórnkerfi eins og við búum við er eitthvað sem hægt er að hafa áhrif á – og – lýðræðið gengur einmitt út á að ef ÞÉR finnst sem eitthvað ætti að vera öðru vísi – þá átt ÞÚ að geta haft áhrif.
  • Þarna skiptir miklu máli, sem dæmi, að gera athugasemdir við mál sem kunna að vera í ferli hjá yfirvöldum, á réttum tíma – og allir verða að gera sér grein fyrir að ef athugasemdir eru ekki gerðar fyrir uppgefna fresti yfirvalda – verður það of seint. Þessu má aldrei gleyma. “

 Þessi texti á sérstaklega vel við í dag, þar sem aðeins eru nokkrir klukkutímar eftir, þangað til það verður of seint að gera  athugasemd við Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum, sem Umhverfisstofnun hefur birt á vef sínum. Frestinum lýkur í kvöld – á miðnætti.

Tíminn líður, trúðu mér ……

Nú má vel vera að enginn hafi neitt við þessa áætlun að athuga. og þá er það bara gott og vel. Mér sýnist flest vera vel gert og eiga rétt á sér, og í raun ekki mikil breyting frá þvi sem var. Ef þið hafið athugasemdir, en sendið þær ekki inn, gildir hið fornhveðna – “þögn er sama og samþykki”.

María Ingólfsdóttir tók þessa mynd í júní 1976 þegar erlendir ferðamenn komu á kayökum í Fljótavík
María Ingólfsdóttir tók þessa mynd í júní 1976 þegar erlendir ferðamenn komu á kayökum í Fljótavík

Það er algengt hjá stofnunum að senda út einhver drög svona rétt fyrir aðal sumarleyfistíma stofnanna og fara fram  á að umsögnum sé skila svona þegar starfsfólk fer að koma til baka úr fríum. Í þessu tilfelli er verið að leita eftir umsögnum frá fólki sem í mörgum tilfellum er einmitt statt í friðlandi Hornstranda – núna – og getur því ekki gert neitt í þessu. Þetta á reyndar ekki við um mig – og ég sendi meira að segja inn eina efnislega athugasemd og fer fram á að ein tillagan verði hugsuð betur. Ég held þessu þó fyrir mig.

Og koma svo …… 

Ef þið viljið senda tölvupóst með athugasemd, fyrir miðnætti, er netfangið ust@ust.is

 

Ásgeir

EnglishUSA