Landeigendur

Undir flipanum “Landeigendur” birtast til að byrja með aðeins þær síður sem voru í Publisherútgáfunni, óbreyttar. Þær eru þá ekki alveg réttar – en voru það þegar þær voru gerðar. Ég reyni svo að verða mér úti um nýjar þinglýsingar í þeim tilgangi að uppfæra – en fyrst um sinn stefni ég á að koma öllum gömlu síðunum yfir á þessa nýju.    (áá 261013).

____________________________________________________________________

Hverjir eru sameiginlegir hagsmunir landeigenda í Fljótavík í friðlandi Hornstranda?

Hverju má landeigandi ráða?

Eiga landeigendur landið eða er það bara allt í plati því friðlýsingin hefur tekið eignarréttinn bótalaust?

Hver er fulltrúi landeigenda í viðræðum við yfirvöld, og skiptir máli fyrir yfirvöld, hvort eigendur eru margir og dreifðir, eða komi fram sem sterk liðsheild?

Hvernig mun væntanlegur úrskurður Óbyggðarnefndar hafa áhrif í Fljótavík?

Aðalskipulag, deiliskipulag, Hornstrandanefnd – og umfram allt Óbyggðanefnd!  Hvernig eiga landeigendur að sameinast um skynsamleg, gagnrýnin og rökstudd svör við spurningum sem upp kunna að koma? 

Það getur orðið nauðsynlegt fyrir þá sem eiga land í Fljótavík, að hafa svör við svona spurningum á hreinu, og þá er umræða til alls fyrst.

_____________________________________________________________________

Print Friendly, PDF & Email