….Nei…. þetta er ekki sanngjarnt….. !

Stundum hefur reynst erfitt að detta niður á eitthvað til að segja ykkur frá eða tala um. En – nú er ég nýlega kominn úr framlengdri dvöl í Fljóti – í þeirri meiningu að við ætluðum aðeins að vera í 2 nætur, en þær enduðu í 4.

Við hrepptum reyndar leiðinlegt veður, en áttum það svo sem inni þar sem…… við fengum heiðríkju alla daga fyrr í sumar, svo ÞAÐ verður bara að teljast sanngjarnt.

Myndin sýnir Finnboga Jósefsson sem var bóndi í Fljóti og Boggu Venna sem er bróðirdóttir Finnboga. Myndin er líklega tekin af Jóni M Gunnarssyni
Myndin sýnir Finnboga Jósefsson sem var bóndi í Fljóti og Boggu Venna sem er bróðurdóttir Finnboga. Myndin er líklega tekin af Jóni M Gunnarssyni. ATHUGIÐ að myndin stækkar ef þið “klikkið” á hana.

Við tókum nokkuð af myndum, bæði á okkar gömlu iPhone 4s síma og einnig á venjulega stafræna myndavél, og þarna leyndist eitthvað sem gaman hefði verið að setja inn.

EN – það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim, var að bregðast við skilaboðum í tölvunni, frá Íslandsvininum Bill Gates, því einhverjir á hans vegum höfðu sent mér skilaboð um að Windows 10 væri tilbúið til uppsetningar á tölvunni minni…… og auðvitað rauk ég til og uppfærði…. með þeim afleiðingum að:

a)  tölvan er ekki farin að tala við símann…. finnur hann bara ekki þó það sé snúra á milli

b) einhver fja….. hefur gerst með slides sýningarvélina sem á að sýna myndirnar.

Svo nú er ég að kljást við tvennt í einu – og búinn að fara með töluverðan tíma í það – og er ekki búinn að finna lausnina…. svo er það nema von að ég segi…. : NEI !  Þetta er ekki sanngjarnt.

Ásgeir

3 Replies to “….Nei…. þetta er ekki sanngjarnt….. !”

  1. Finna bara einhverja tölvu sem er ekki búið að uppfæra og setja myndirnar þar inn. Ef þú ert þessi týpiski íslendingur þá er tölvan þín ekki sú eina sem er á heimilinu.

  2. ALDREI nota neitt frá Íslandsvininum fyrr en fólk sem þú þekkir hefur notað það í slatta af mánuðum. Láttu aðra um að finna fyrst all hnökrana sem fylgja svona uppfærslum…

    1. Yfirleitt geri ég einmitt þetta sem þú segir Halli – og þú og systur þinni ber algjörlega saman um þetta – ég átti að bíða aðeins…… en hann er nýbúinn – eins og ég – að vera í Friðlandi Hornstranda, svo við áttum eitthvað sameiginlegt þarna – svo ég lét glepjast….. en Selma, ég er ekki alveg búinn að gefast upp við að reyna að koma þessu í lag…….

Comments are closed.

EnglishUSA