Fellistika eða ekki fellistika…..

Þegar ég valdi það útlit sem nú er á heimasíðunni, reyndi ég að hafa þetta eins hreint og ruglingsfrítt og mér var mögulegt. Maður getur þó ekki fengið allt.

Þegar farið er með bendilinn yfir yfirskriftir eins og : Ábúendatal, Göngulýsingar, Hús nú í Fljótavík, Landeigendur, Örnefni og svo framvegis, birtist strax svokölluð fellistika með lista yfir undirsíður.

Einhverjir hafa ekki áttað sig á, –  og það skil ég bara mjög vel,  – að þar sem fellistikur koma fram, stendur líka eitthvað á aðal síðu þess flokks. Veljið aðalsíðurnar til að sjá þetta.

Þar sem engar fellistikur koma upp, er þetta augljósara. Tímalínan, til að taka mest áberandi dæmið, er ekki með undirsíðu – og þar velur maður yfirskriftina Tímalína – og þá birtist hún öll á einni síðu.

áá 170214

One Reply to “Fellistika eða ekki fellistika…..”

  1. Það er mikilvæt að velja nöfn á valmyndum/fellistikum þannig að þau séu lýsandi fyrir það hvað opnast ef nafnið er valið. Ég valdi sem dæmi að skrifa – Hús, nú í Fljótavík – sem yfirskrift. Þetta var lýsandi titill, og ég valdi þetta með þeirri hugsun að hafa skýlið með, og við lítum ekki á það sem sumarbústað.

    Hins vegar er líka mikilvægt að hafa þessi nöfn eins stutt og unnt er, einfaldlega til þess að hægt sé að koma fleiri titlum fyrir.

    Vonandi fyrirgefst mér það að vera nú búinn að breyta titlinum yfir í : Bústaðir.

Comments are closed.

EnglishUSA