Örnefni í Fljótavík

Þegar ég renni í gegn um uppbyggingu heimasíðunnar og hvaða upplýsingar liggja undir mismunandi flipum, rennur upp fyrir mér, að þetta er nú bara orðið all nokkuð.

k150914-2

En, það er ekki nóg að upplýsingarnar séu þarna – það þarf líka að kíkja á þær, og bæta við eða leiðrétta eftir því sem við á.

Tökum sem dæmi örnefnalýsingar Jóhans Hjaltasonar og Ara Gíslasonar, og lista Gunnars Þórðarsonar og Jósefs Vernharðssonar. Svo er það örnefnakortið góða sem afkomendur Þórðar Júlíussonar létu gera af af allri víkinni.

Það er engum til gagns að vita að listarnir séu þarna ef þeir eru svo ekki skoðaðir til að átta sig á hlutunum.

Svo getur maður reynt að svara spurningunni: Hvað eru örnefni og hvernig ætli þau hafi orðið til?  . Af hverju heitir Kögur þessu örnefndi – eða Hvesta? Handan við Hvestu eru Rekavík bak Látur, og Straumnes, og einhvern vegin finnst manni augljóst af hverju þessir staðri bera þau örnefni.

Það er sem sagt tilgangur þessa “Blogg-pósts” – að benda ykkur á að kíkja yfir þetta.

EnglishUSA