14.nóv. 2014 : Öðru hvoru tek ég mig til…..

(Uppfært 4.des. 2014 :        *Nýtt*         merking fjarlægð af tímalínunni)

Öðru hvoru tek ég mig til og bæti inn á Tímalínuna. Ég hef gert nokkrar tilraunir með að benda ykkur á hvað er nýtt – og hef enn ekki fundið “bestu leiðina”. Nú ætla ég að gera tilraun þar sem ég hef sett   *Nýtt*  fremst þar sem er eitthvað nýtt. Skoðið þetta – og athugið að þetta er mikið í kring um ártalið 1980 og til ársins 1949 .

 

Bárubær, Fljótavík,
Mynd tekin í lok ágúst 2014.
Bárubær

Ég hef áður beðið um upplýsingar – og nú geri ég það aftur – um hvað sagan ætti að geyma um framkvæmdir sumarsins í Fljótavík. Samtals hef ég fengið ein skilaboð um það, og það er frá Brekku.

 

 

 

Þar sem þetta er svo afskaplega stutt núna, ætla ég að vísa hér á skemmtilega auglýsingu á Youtube. :  Þetta er upplagt tækifæri til að bæta þekkingu sína á tungumálum – eða þannig.

Ásgeir

 

7.nóvember 2014

EkkiPistill

Þegar byrjað var að gera fyrstu útgáfu þessarar heimasíðu, árið 2005, var stuðst við forrit sem heitir Microsoft Publisher. Þetta var svolítið þungt í vöfum og þurfti sérstaka leið til að uppfæra síðuna. Oft kom fyrir að eitthvað sem leit sæmilega út í tölvunni heima – dreifðist út um allan skjá þegar það var komið á netið. Síðan kom upp slæm tölvubilun sem endaði með að ekki var hægt að uppfæra síðuna – og þá féll (gamla) síðan í dvala.IMG_4177

Nú er öldin önnur, og hægt að velja úr forritum sem gera það sem manni finnst einfalt mál – einfalt – en ekki eins og það var að gera einfalt mál – flókið –  og nú má segja að fyrst ritstjóri af öllum mönnum gat gert þetta – ja þá getur hver sem er gert svona lagað.

En þegar Continue reading “7.nóvember 2014”

31.október 2014

300414-2064

Þjóðgarður á Vestfjörðum

Hér skal vísað á umfjöllun sem sýnir snögga árás, sem gerð var vorið 1971,  á eignarrétt þeirra sem áttu land og eða fasteignir í Sléttuhreppi. Ég geri þetta í formi tímalínu og læt lesendur um að  lesa þingskjöl og dagblaðaumfjallanir um málið. Þetta er holl og góð áminning til okkar allra. Mig langar að benda alveg sérstaklega á síðustu blaðagreinina sem er fábærlega skrifuð af Ingvari Guðmundssyni.

Ef farið er með bendil inn á bláan texta – oftast inni í miðjum setningum – á að opnast möguleiki á að klikka með músinni og þá farið þið á þann texta sem liggur þar að baki. Textinn opnast í nýjum glugga sem þið svo lokið eftir lestur, með því að velja “x” efst í þeim glugga og þá farið þið aftur inn á á www.fljotavik.is.

Umfjöllunin um Þjóðgarð á Vestfjörðum 

Ásgeir