5.des. 2014

Það er ráðist á okkur! 

Með aukinni reynslu í heimasíðugerð, horfi ég öðru vísi á hvað aðrir eru að gera. Með aðrir – meina ég hinn stóra heim í heild sinni. Fjölmiðlar nota oft fyrirsagnir í þeim tilgangi að laða fólk að, hvort sem það er að lestri blaðagreina eða að ljósvakamiðlum. Við könnumst öll við stóru fyrirsagnirnar í DV. Þetta trix er líka notað við bloggskriftir. Því stærri sem fyrirsagnirnaer eru – því líklegra er að fá athygli, að ég nú tali ekki um að því líklegra er Continue reading “5.des. 2014”

28.nóv. 2014 : Myndir? Hvaða myndir?

Það tók sinn tíma, en nú er ég að ná tökum á  því að bæta myndum á síðuna. Það fylgir því þó handavinna, og ýmislegt sem þarf að gera annað en að henda myndum inn. Meðal þess sem þyrfti helst að gera er að setja upplýsingar sem allir geta lesið, inn á myndirnar. Ekki síður þarf að skrá helstu stikkorð, “á bak við myndrnar”, fyrir sérstök forrit sem lesa þar – og fyrir fólk sem á einhvern hátt á í erfiðleikum með að lesa – og þá líka fyrir það sem les allra mest í veröldinni, Continue reading “28.nóv. 2014 : Myndir? Hvaða myndir?”

21.nóv. 2014 : Myndir > 2012-07

Ég var svo spenntur yfir því að geta loks sýnt myndir á frambærilegan hátt – að ég fór beint á Facebook með það  – og gleymdi hreinlega að blogga hér!

1)   Farið  á heimasíðuna www.fljotavik.is
2)   Haldið bendlinum yfir “Myndir” á fellistikunni
3)   Veljið      “2012-07: Maja og Ásgeir”

Farið svo með bendilinn á litlu myndirnar og “klikkið” og þá mun sýningarvélin fara í gang. Athugið að hægt er að skrifa athugasemdir við myndirnar.

Þið getið stytt ykkur leið hér