Fornleifar – fornminjar

www.bb.is birti þann 22.mars 2014 smá frétt  um námskeið þar sem fara átti yfir og kenna hvernig bæri að skrá fornleifar.

Hvað með Fljótavík? Þá er ekki bara verið að hugsa um skálatóft Vébjarnar Signgakappa sem er á fornminjaskrá – en enginn veit um nákvæma staðsetningu, ( eða hvað ?)  – heldur er verið hugsa um það hvort í Fljótavík séu aðrar fornminjar sem við bara hreinlega gerum okkur ekki grein fyrir.

Hvða finnst ykkur?  Vitið þið um eitthvað sem ætti að láta vita um sem hugsanlegar fornminjar?

 

Föstudagspistill 21.mars 2014

Í vikunni sem er að líða var ég að skoða lífshlaup Geirmundar Júlíussonar og Guðmundu Regínu Sigurðardóttur á internetinu.  Skoðið: Fólk > Geirmundur Júlíusson og Guðmunda Regína Sigurðardóttir – eða einfaldara – skoðið þetta.  Vinsamlega sendið upplýsingar um það sem mætti bæta við.

Í tengslum við undirbúning ættarmóts á árinu 1996, bað Geirmundur Júlíusson Snorra Grímsson um að koma til sín og skrifa frásögn, sem hann vildi að lesin yrði á niðjamóti þá um sumarið. Frásögnin var áður birt á gömlu útgáfunni af heimasíðunni  – með góðfúslegu leyfi Snorra. Frásögnin er um það þegar farið var frá Atlastöðum til Rekavíkur bak Höfn til að sækja bát og honum svo róið í Fljót.

Eftir að Snorri hafði skráð söguna kom hann með þetta frá eigin brjósti:  Þess má geta til gamans og fróðleiks, að leiðin, sem þeir félagar fóru gangandi og á skíðum á tæpum 5 klukkutímum, er rúmir 25 km og ferðamenn fara hana gjarnan fótgangandi á sumrin sem tvær dagleiðir. Er þá leiðin úr Fljóti að Búðum í Hlöðuvík farin á 8 – 10 tímum, en þaðan til Rekavíkur á 3 – 6 tímum. (Þá eru menn að vísu að skoða landið, en ekki að flýta sér um slóðir sem þeir gjörþekkja.) Auk þess þarf á fyrri hluta leiðarinnar að fara tvívegis upp í um 400 m hæð og lækka sig um rúma 100 m í millitíðinni, en Skálakambur og Atlaskarð eru um 300 m há en dalbotninn neðan Atlaskarðs, Hælavíkurmegin, rúmum 100 m lægri. Sjóleiðin er ámóta löng, eða nálægt 15 sjómílum. Hraði þeirra hefur því verið rúmir 5 km á klst á landi, sem telst góður gönguhraði á nær sléttu landi, hvað þá svo bröttu og mishæðóttu sem hér um ræðir. Hraðinn á sjó hefur verið um 2½ sjóm. á klst. í róðri.

 

 

 

 

Nýtt á síðunni dagana 8. til 14. mars 2014

Nú er frásögn Kjartans T Ólafssonar um flutning á sjúklingi úr Fljóti árið 1941 kominn inn á síðuna, undir flipanum “Sögur og óflokkað“, og reyndar líka við ártalið á “TÍmalínunni” .

Þá hefur (aftur) eitthvað bættst við á síðuna Bústaðir > Skýlið

Einnig er komin síða undir Fólk >  Brynhildur Snædal Jósefsdóttir og Ólafur Friðbjörnsson en þau bjuggu í Tungu 

Annars hef ég verið eigingjarn síðastliðna viku og farið með mest af lausum tíma í að byrja að skrifa handbók fyrir okkur í Atlatungu – svona til að styðjast við í framtíðinni. Þið sjáið aðalsíðu “Gæðahandbókarinnar”  undir:

Bústaðir > Atlatunga >  @ Efnisyfirlit gæðahandbókar, ……… 

en ef allt virkar eins og það á að gera, þá komist þið ekki lengra nema með því að þekkja lykilorð sem opnar þá þessar síður. Þetta með lykilorðið sýnir ykkur þá líka hvernig hægt væri að fara að hjá öðrum sumarbústöðum, en það kann þó að vera ókostur að ég yrði að þekkja aðgansorðið  – en á móti myndi ég heita trúnaði.

Að lokum – og það bara segir sig sjálft –  að @-merkið – sem á ensku er lesið “at” er að sjálfsögðu fundið upp sem skammstöfun fyrir Atlatungu !