Skemmtiferðarskip í Fljótavík

Rétt fyrir sveitastjórnarkosningar í vor (2014), samþykkti stjórnkerfi Ísafjarðarbæjar að fara fram á breytingar á reglum um umgengni um friðland Hornstranda, í þá veru að draga úr lágflugi flugfara, hvort sem um væri að ræða þyrlur eða flugvélar, og jafnframt að herða reglur um akstur vélknúinna ökutækja, – og þar var verið að horfa sérstaklega til kröftugra vélsleða.

Stuttu fyrr var fjaðrafok í kring um grein sem skrifuð var – meðal annars –  um hávaðamengun í friðlandinu, og fannst sumum sem þar væri verið að kasta steinum úr glerhúsi, enda væri höfundurinn sjálfur að selja ferðir inn á svæðið, þar sem hann hafði einmitt mikla hagsmuni af því að þarna væri kyrrð og friður…. ja nema hávaðamengunin stafaði frá hans fyrirtæki, að sjáfsögðu. Virtist vera samhengi á milli þessarar greinar og þess að bæjaryfirvöld tóku málefnið upp. Í  greininni var einnig gefið til kynna að landeigendur hefðu að einhverju leiti afsalað sér réttindum sínum við undirbúning friðlýsingarinnar. Þegar greinarhöfundur var beðinn um að benda á hvar hægt væri að afla sér upplýsingar um þetta – gat hann það ekki. (sjá umræður undir nefndri grein)

En – hvort sem landeigendum líkar það betur eða verr – og vel að merkja – hef ég aldrei heyrt amast yfir því að ferðamenn heimsæki Fljótavík – þá kemur það svolítið spánskt fyrir sjónir að finna myndskreytta ferðalýsingu sem sýnir skemmtiferðarskip – reyndar í minni kantinum – liggja úti á víkinni, og ferðamenn í tugatali komna upp á sandinn. Þessa frásögn má finna hér.

Sumum finnst að það sé túlkun margra að landeigendum beri að afsala sér sínum réttindum og varðveita landið ósnert að mestu – til þess að taka á móti ferðamönnum…….. og þá skítt með eigendur.

Ásgeir

Fljotavik Bay, Hornstrandir
Landing at Fljotavik Bay
Fjlotavik Valley
Sunlight Patterns on Flotjavik Valley
Emerging Wild Flowers

EnglishUSA