Pistill 7.september 2014

Nýlega kom ritstjóri úr þriggja nátta ferð til Fljótavíkur. Einhvern vegin hefur það æxlast þannig að þrátt fyrir tvær ferðir í sumar, urðu næturnar aðeins sex samtals. Það verður ekki við allt ráðið.

IMG_4295
Tunga í Fljótavík, séð frá Atlatungu. Mynd frá ágústlokum 2014. Farið með bendilinn inn á myndina og veljið – og þá stækkar hún – og enn meira ef þetta er gert tvisvar.

Laugardaginn 30.ágúst komu tvær flugvélar til Fljótavíkur. Annars vegar til að sækja þá sem voru í Atlatungu og hins vegar til að ganga frá Atlastöðum og Bárubæ fyrir veturinn. Þar með hafa allir bústaðir Atlastaðamegin í víkinni verið yfirgefnir þetta árið. Eigendur Tungu dvelja eitthvað lengur í víkinni.

Ég veit ekki alla hluti – en mér sýnist sem framkvæmdir hafi verið töluverðar í sumar. Verið er að bæta við og stækka í Tungu, og Bárubær sem aðeins sást sem undirstöður í júníbyrjun, hefur verið byggður upp í fokhelt hús. Reyndar kemur svolítið spánskt fyrir sjónir að sjá fullbyggt hús sem þó er gluggalaust, en þetta er sniðug aðferð þar sem ekki þarf að negla fyrir glugga eða setja karma í strax – það kemur væntanlega næsta sumar. Haldið var áfram að hólfa Lækjabrekku niður og er þetta hinn glæsilegasti bústaður. Ýmislegt annað hefur verið gert, þó ég kunni ekki að segja frá því öllu.

Það er einmitt málið. Ég get ekki sagt frá því sem ég ekki veit.

 

One Reply to “Pistill 7.september 2014”

  1. Það voru líka settir niður staurar undir geymsluskúr við Brekku.

Comments are closed.

EnglishUSA