5.des. 2014

Það er ráðist á okkur! 

Með aukinni reynslu í heimasíðugerð, horfi ég öðru vísi á hvað aðrir eru að gera. Með aðrir – meina ég hinn stóra heim í heild sinni. Fjölmiðlar nota oft fyrirsagnir í þeim tilgangi að laða fólk að, hvort sem það er að lestri blaðagreina eða að ljósvakamiðlum. Við könnumst öll við stóru fyrirsagnirnar í DV. Þetta trix er líka notað við bloggskriftir. Því stærri sem fyrirsagnirnaer eru – því líklegra er að fá athygli, að ég nú tali ekki um að því líklegra erað það fari í gang einhver umræða á spjallrásum.

En – það er nú bara ekki tilgangur þessarar heimasíðu – ó nei. Við erum fyrst og fremst að draga saman upplýsingar um okkar ástkæru Fljótavík – í nútíð og þátíð. Við erum samt fórnarlömb, þó við séum að njóta góðs af því. Og þá er ég kominn að því sem ég ætlaði að koma til skila:

Þar sem þessi heimasíða er bara orðin svo ofboðslega góð og fræg (ég vona að lesendur sjái kaldhæðnina hér á undan), og hugsanlega einnig vegna vinsældar hljómsveitarinnar Sigurrósar, um allan heim, þannig að margir fara í leitarvélar til að leita að lagi þeirra,- “Fljótavík”, þá verður okkar síða fyrir stöðugum árásum :

  • Frá tölvuforritum sem reyna að koma skilaboðum – oftast auglýsingum – inn á síðuna. Skilaboðum er þá komið  inn í athugasemdagluggana sem eru/voru við bloggpóstana.
  • Frá einstaklingum sem þykir afskaplega spennandi að reyna að brjótast inn á það svæði sem er notað til að skrifa heimasíðuna..

Ætti ég kansi að skrifa – við verðum fyrir einelti? Leitavélar hljóta að vera hrifnar að því orði.

Ég neyðist því til þess að fara yfir margar síður og bloggpósta – og loka fyrir þann möguleika að skrifa athugasemdir (- comment). Ég held svo sem að það komið lítið að sök enda hafa flestar athugasemdir verið komnar 2-3 dögum eftir birtingar Ég ætla því að hefja það ferli að loka athugasemdakerfinu alls staðar nema á tveimur nýustu bloggunum, og svo loka ég smám saman á flestum öðrum síðum.026

En svona þar sem verið er að ræða um “árás”, birti ég nú myndir Jóns M Gunnarssonar sem hann tók í ferð til Fljótavíkur í maí 1974, þegar ísbjörn mætti á svæðið. Myndirnar má sjá  eftir leiðinni:   Myndir   >   1974-05.

2 Replies to “5.des. 2014”

  1. Kommon – er ekki líka gaman að vera frægur?

  2. Ja….. jújú Halli. En þetta er svona svolítið eins og með frægar stjörnur….. gaman fyrst en svo fer þetta aðeins að snúast upp í það að sakna þess að fá að vera í friði.

    En gamanlaust – þá var ég vakinn og ósofinn yfir því að eyða út alls konar auglýsingum – þar á meðal pornó – og svo auðvitað lyfjaauglýsingum í póstverslun…. og þar kom nú vel á… góðan (?).

    Með því að fækka opnum Comment-gluggum hefur nú dregið verulega úr þessu. Eitt skildi ég þó aldrei – að það var einhverra hluta vegna eitt bloggið – um flundruna – sem fékk yfir helming allra svona “árása” – svo bara við það að loka fyrir comment þar – dró verulega úr þessu.

Comments are closed.

EnglishUSA