Sævör nýtist sem björgunaraðstaða

Snemma vorið 2019 og fram á sumar, voru farnar vinnuferðir í þeim tilgangi aið byggja “hafnarmannvirki” í Fljótavík. Framkvæmdirnar gengu að mestu vel, og það er til skemmtileg myndaröð til að sýna framvinduna.

En hver er reynslan fram að þessu?

Það er sérstakt að átta sig á því að nú þegar hafa björgunaraðilar þurft að nýta þess bryggju í tvígang til að koma mannskap í land. Strax um hásumar 2019 þegar erlent par villtist í svarta þoku niður í Hvestudali í stað þess að koma niður í Tungudal í Fljóti. Það eru til magnaðar myndir af briminu og aðstæðunum, og merkilegt að hugsa út í það að þarna var björgunarþyrla Landhelgisgæslunar komin yfir víkina en gat ekki athafnað sig og varð frá að hverfa.

Úrhellisrigningar, þoka, mjög hvasst, brim í öllum flæðamálum – og fólkið þorði hvorki upp aftur eða niður. Þarna sýndi sig gagnsemi “rampans/bryggjunar/ Sævarar… já og skjólveggsins á rampanum.

Á þessu sumri – 2020 – þurfti að ferja leitarfólk í land – til leitar að göngufólki sem talið var að væri týnt í þoku í Þorleifsskarði, og hafði náð að biðja um hjálp. Það fólk komst reyndar niður og í skjól í Kjaransvík – en engu að síður kom Sævör sér vel þarna.

Hér er tengill á myndasíðu um tilurð Sævarar við “Stóru steina” í Fljótavík

EnglishUSA