Skilgreiningar

Uppfært 26. febrúar 2020

Hornstrandir (Þórleifur Bjarnason) : Svæðið frá Kögri í Fljótavík að Geirólfsgnúpi. Þeir sem bjuggu á þessu svæði halda í þessa hefð.

Samkvæmt þessu er Fljótavík ekki á Hornströndum. Hins vegar telst Geirólfsgnúpur vera það. Hann er langt fyrir sunnan Furufjörð, en í þeim firði eru suðurmörk Hornstrandafriðlandsins.

Hornstrandir : Oft er í daglegri umræðu tala um Hornstrandafriðlandið og sunnanverða Jökulfirði sem eitt svæði undir nafninu Hornstrandir. Hér er þá verið að ræða um fyrrum Sléttu- og Grunnavíkurhreppi.

Hornstrandir: Samheiti víða notað um Hornstrandafriðland sem stofnað var til 1975. Svæðið skiptist landfræðilega í fjóra hluta:

  • SUÐUR. Jökulfirðir, nokkuð djúpir firðir, opnast til suðurs og eru innfirðir úr Ísafjarðardjúpi. Víða sæbratt og láglendi lítið.
  • VESTUR. Aðalvík og að Almenningum vestari. Grunnar víkur, við opið haf í vesturátt, töluvert landmiklar. Sjávarlón og vötn áberandi. Fljótavík fellur undir þessa skilgreiningu.
  • NORÐUR. Víkurnar nefnist svæðið frá Almenningum vestari og austur að Horni. Þessar víkur snúa í norðvestur og norður út á opið haf. Víkurnar eru ekki landmiklar, því láglendinu hallar mjög til fjalla. Undantekningin er Hornvík.
  • AUSTUR. Austurstrandir, frá Horni í Furufjörð. Þetta svæði er opið að úthafinu til norðausturs. Þröngar, stuttar víkur en víða töluvert láglendi í dölum. Vötn og lón algeng.

Hornstrandasvæði : er samheiti sem notað er af Ísafjarðarbæ (umsjónaraðila svæðisins) yfir fyrrum Sléttu-, Grunnavíkur- og Snæfjallahrepp.

Print Friendly, PDF & Email