@ 11.1 Hlerar í pallinum

Það er ekki sjálfgefið að allir átti sig á því að það eru 5 lágréttir hlerar í pallinum við Atlatungu. Allir láta þeir lítið yfir sér og ef maður veit ekki um þá pælir maður ekki í þeim.

Hleri 1 er á milli glugga sem snúa til vesturs – sem sagt á milli stofugluggans og gluggans við matarborðið – alveg uppi við vegginn. Þessi hleri er á lömum og opnast upp að veggnum.  Ef farið er niður um hann sést í eldiviðargeymslu og á meðan eini upphitunarmöguleikinn var viðarbrennsluofninn í stofunni, var mikið lagt upp úr því að safna eldiviði og þetta hólf var (að minnsta kosti sem markmið) , fullt af höggnum eldivið og uppkveikju. Að sjálfsögðu þurfum við öll að hafa í huga að safna öllu sem getur farið í ofninn – og hafa í huga hvar við værum án eldiviðar ef rafmagnskyndingin bilaði!

Hleri 2 – er stór hleri í pallinum “undir” glugganum við eldhúsvaskinn, miðja vegu milli veggs og framhliðar pallsins. Kroppa þarf í bönd sem eru á milli spela – toga þau upp – og lyfta öðrum enda hlerans – vanalega þeim sem snýr upp að hjallanum – upp úr pallinum og renna síðan (samsíða hlið hússins – alls ekki þvert á húsið) inn á pallinn (og svo öfugt þegar gatinu er lokað).IMG_1057 Undir er djúpur “kjallari” – sem upphaflega var notaður undir plasttank sem gat rúmað vel yfir tonn af vatni. Inni í honum voru element sem hituðu vatnið með umfamorku frá túrbínunum. Þessi tankur var óþarflega stór, auk þess sem hann mýktist í heitu vatni, þannig að hann hélt illa lögun sinni.

Sumarið 2014 kom í staðinn ,sérsmíðaðuð 300 lítra stáltunna.

Yfir sumarið liggur hlerinn “laus” í falsi sínum og maður tekur bara ekki eftir honum. Það gæti hugsast að hann gæti fokið upp úr falsinum Í miklum hvassviðrum, en vegna þyngdar er það langsótt, –  en til öryggis þarf að skrúfa öll fjögur horn hans föst fyrir veturinn. IMG_1085Til þess eru notaðar langar tréskrúfur með ferhyrndum “blikkskífum” sem stilla á þannig að þær nái inn yfir samskeytin á milli hlerans og pallsins, eins og sést á myndinni til vinstri.

Niður um þennan hlera er svo líka farið til að sinna sandsíu fyrir neysluvatnið.

Hleri 3 er við eldhúsvegginn alveg við sætisbekkinn þar. Þessi hleri er orðinn óþarfi eftir að hleri 2 kom, en fær að vera..

Hleri 4 er í bekknum milli eldhússglugga og útihurðar. Undir honum eru gaskútar – tveir í notkun og pláss fyrir þann þriðja.

Hleri 5 er í hinum bekknum – undir baðherbergisglugganum. Ofan í honum er vélsögin geymd í lokuðum sérsmíðuðum plastkassa (á sumrin – uppi á lofti um vetur), og þarna er upplagt að geyma stígvél sem ekki eru í daglegri notkun.

Vetrarlokun:      Skrúfa hlera 2 fastann. Er eitthvað í bekkjunum sem á að fara inn (t.d. vélsög) – gaskútar fara ekki inn – en tómir kútar þyrftu að fara til Ísafjarðar. Fara yfir að allir aðrir hlerar séu spenntir þannig að þeir opnist ekki í hvassviðrum.

Síðast breytt:    16. júní 2015

Print Friendly, PDF & Email

Þín ummæli eru vel þegin ....