Bárubær

Síðu breytt 26.  júlí 2018

2013: Undirstöður og gólf ofan á þær – þar meðtalin verönd umhverfis húsið komin.

2014:  Í júní hófst mikil vinnutörn þar sem miklu af efni var komið að byggingarstað og síðan hófst vinnan. Grind hússins var komin upp fyrir mánaðarmót júní/júlí.

Á annan í jólum var flogið yfir Fljótavík og þá komu í ljós skemmdir á Bárubæ

2015:  Í Janúar var farið í björgunarleiðangur til að loka Bárubæ og gera við ýmislegt annað sem þurfti að gera.

Snemma í júní var farið með mikið af húsbyggingarefni til Fljótavíkur – aðallega fyrir Bárubæ en einnig Lækjabrekku. Undir lok júní var búið að setja glugga og útihurðir í húsið og klæða að utan með grárri klæðningu. Flaggað var í fyrsta sinn þann 4.júlí.  Hér má sjá myndir sem Davíð Sævar Sævarsson veitti síðunni aðgang að.

 

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA