Til gamans gert…..

Stundum er sagt að ein mynd geti sagt meira en 1000 orð. Hvað þá með myndband, eða myndbönd?

Hér verða til gamans, birt tvö myndbönd, sem bæði eru IMG_4078tekin með svokallaðri “time-laps” stillingu, úr flugi með TF-VIK frá Fljóti til Ísafjarðar, 15.júní 2016. Flugmaður var Hálfdán Ingólfsson.

Myndböndin eru tekin samtímis, með myndavélum í iPhone símum, í sitt hvora áttina, og því eru sjónarhornin mismunandi. Flugið tekur vanalega um korter, eða rúmlega það, en þessi stilling tekur eina og eina ljósmynd og raðar í myndband sem aðeins tekur um 35 sekúndur. Þetta höktir því og er ekkert betra þó þið rýnið í þetta með því að fylla út í allan tölvuskjáinn. En – fyrir þá sem oft hafa flogið þessa leið, er þetta kunnuglegt, og fyrir hina upplifun.

Athugið 1 : Myndböndin eru á Youtube, og að þið getið stoppað ef þið viljið reyna að skoða eitthvað nánar.

Athugið 2: Þegar hvoru myndbandi lýkur, þarf að fara út úr Youtube með því að velja X uppi í hægra horninu. Að öðrum kosti reynir Youtube að halda í ykkur og sýna ykkur eitthvað annað.

Veljið hlekkina við nafn mæðgnanna sem tóku myndböndin.

MI=María Ingólfsdóttir       HNA = Herborg Nanna Ásgeirsdóttir.

Ásgeir

EnglishUSA