Lokað fyrir innskráningar

Um miðjan mars 2019 birti ég blogg undir yfirskriftinni “Söfnun” . Þar var ég að reyna að fá ykkur sem kíkið oft á síðuna að skrá ykkur inn, – upplýsa um hver þið væruð – í þeim tilgangi að auðvelda ykkur að skrifa athugasemdir undir það sem ég skrifa – eða jafnvel að veita ykkur aðgang til að skrifa sjálf blogg eða síður. Það var nú draumurinn.

Það voru ekki margir sem skráðu sig – því er nú verr og miður.

veljið til að lesa áfram

Söfnun

Þar kom að því! Þessi heimasíða hefur verið í netheimium frá miðju ári 2005 – og hefur aldrei staðið að neinni söfnun ………. en NÚ er komið að því .

Lesið áfram

Jæja…. og þá meina ég … JÆJA ! – með stórum stöfum

Tvö ár hefur það tekið, en nú tókst það loksins, að finna lausn á þeim vanda sem hefur loðað við myndasýningar síðunnar. Ég hef enga tölu á því, hversu oft ég hef þurft að hafa milligöngu á milli framleiðanda forritsins NextGen – og svo Snerpu, þar sem fólk úti í heimi, hefur viljað fá upplýsingar um þetta eða hitt í uppsetningu á vefnum hjá Snerpu. Ég þakka kærlega fyrir þolinmæðina á þeim bæ. Takk Sturla Stígsson.

Veljið – framhald