Kröflulýsing um þjóðlendumörk “í Fljóti”

Óbyggðanefnd hefur birt kröfulýsingu fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins um þjóðlendumörk á svæði 10B. Fljótavík fellur undir þetta svæði.

Ríkið vill lýsa svæði sitt hvorum megin við víkina sem Þjóðlendur. Annars vegar yzt í Hvestu og heins vegar Almenninga vestari í norðaustanverðum Kögri.

Ekki verður hróflað við landareignum eins og þeim er þinglýst.

Kröfulýsingin sjálf er mikið plagg. Þar kemur margt fróðlegt fram, og leyfi ég mér að gera smá Copy/Paste úrdrátt úr þessu og búa til síðu se ég vista undir flipanum “Örnefni” – enda koma þarna fram lýsingar sem ekki eru í örnefnalýsingum fyrir víkina.

Sævör nýtist sem björgunaraðstaða

Snemma vorið 2019 og fram á sumar, voru farnar vinnuferðir í þeim tilgangi aið byggja “hafnarmannvirki” í Fljótavík. Framkvæmdirnar gengu að mestu vel, og það er til skemmtileg myndaröð til að sýna framvinduna.

En hver er reynslan fram að þessu?

Það er sérstakt að átta sig á því að nú þegar hafa björgunaraðilar þurft að nýta þess bryggju í tvígang til að koma mannskap í land. Strax um hásumar 2019 þegar erlent par villtist í svarta þoku niður í Hvestudali í stað þess að koma niður í Tungudal í Fljóti. Það eru til magnaðar myndir af briminu og aðstæðunum, og merkilegt að hugsa út í það að þarna var björgunarþyrla Landhelgisgæslunar komin yfir víkina en gat ekki athafnað sig og varð frá að hverfa.

Úrhellisrigningar, þoka, mjög hvasst, brim í öllum flæðamálum – og fólkið þorði hvorki upp aftur eða niður. Þarna sýndi sig gagnsemi “rampans/bryggjunar/ Sævarar… já og skjólveggsins á rampanum.

Á þessu sumri – 2020 – þurfti að ferja leitarfólk í land – til leitar að göngufólki sem talið var að væri týnt í þoku í Þorleifsskarði, og hafði náð að biðja um hjálp. Það fólk komst reyndar niður og í skjól í Kjaransvík – en engu að síður kom Sævör sér vel þarna.

Hér er tengill á myndasíðu um tilurð Sævarar við “Stóru steina” í Fljótavík

100 ára – 19.mars 2020

Þessi síða hefur ekki lagt í vana sinn að óska fólki til hamingju með afmælið. En nú skal gerð undantekning.

Judith Friðrika Júliusdóttir, dóttir Guðrúnar Jónsdóttur og Júlíusar Geirmundssonar bænda á Atlastöðum í Fljóti, er 100 ára í dag.

Síðan óskar henni með hamingju með daginn !

Ný síða – Uppbygging síðunnar

Ég er að skoða það að uppfæra síðuna yfir í nýrra umhverfi (Theme). Það kemur til með að taka sinn tíma og jafnvel gæti farið svo að ég haldi mér bara áfram við þetta sem nú er í notkun

Á meðan ég er að fikta í þessu, gætuð þið rekið ykkur á að eitthvað hafi farið til fj……. – en það verður nú vonandi bara í einhverjar mínútur. Ég þarf sem sagt að sjá það “life” sem ég hef verið að gera.

En – ég var að birta litla síðu undir “Blogg” – þar sem ég reyni að útskýra hvernig síðan virkar. Veljið hlekkinn hér neðst

Gleðilegt ár – 2020.

526.fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar

Ofannefndur fundur var haldinn 25.september 2019. Fjórði liður á dagskrá var “Hornstrandarfriðland framkvæmdaleyfi – Minnisblað Juris – 2019-02-0031.

Samkvæmt fundargerðinni hefur niðurstaða fundarinns verið :

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur við bæjarstjórn að núgildandi samkomulagi um byggingar- og framkvæmdarleyfi sem dagsett er mars 2004, verði sagt upp á grundvelli afstöðu Umhverfisstofnunar til samkomulagsins í bréfi þeirra dags. 09.05.2019.
Jafnframt er lagt til að unnið verði nýtt samkomulag, með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum.

Með í fundargerðinni fylgja tvö skjöl – það síðara hefur komið fram áður, en það fyrra – “Afstaða Umhverfisstofnunar á minnisblaði” – er nýtt – og athyglisvert

Lesið lið fjögur í fundargerðinni – og alveg sérstaklega efra fylgiskjalið

Hvar ætti refurinn að vera?

Í barnabók sem kom út á síðasta ári, dirfðist höfundur að kalla hjúkrunarfræðing því hræðilega heiti hjúkrunarKONA! Góða fólkið í kommentakerfum landsins fór alveg á hliðina. Helst átti að innkalla upplag bókarinnar – hjúkrunarfræðingur er jú lögverndað starfsheiti og gildir um alla menn – óháð kyni..

Refurinn, þetta fallega dýr, sást fyrir rúmu ári við Costco í Garðabæ. Það kostaði stríðsfyrirsögn – enda eiga allir refir að vita að þeir eiga bara að vera krúttlegir og sætir, ….. sem lengst frá höfuðborgarsvæði landsins.

Og það þarf að byrja snemma að ala ungviðið upp í rétttrúarhugsunum..:

http://www.bokmos.is/forsida/vidburdir/nanar-um-vidburd/2019/03/19/Sogustund-Rebbi-er-svangur-thridudaginn-19.mars-kl.16.45/

Hvað á svangur refur að gera? Matarkistan “úti á landi” stækkar ekki í hlutfalli við fjölgun refa. Það á reyndar við um öll dýr sem lifa á öðrum dýrum. Eigum við að reyna að þjálfa hvali í að borða alls ekki loðnu?