Hvar ætti refurinn að vera?

Í barnabók sem kom út á síðasta ári, dirfðist höfundur að kalla hjúkrunarfræðing því hræðilega heiti hjúkrunarKONA! Góða fólkið í kommentakerfum landsins fór alveg á hliðina. Helst átti að innkalla upplag bókarinnar – hjúkrunarfræðingur er jú lögverndað starfsheiti og gildir um alla menn – óháð kyni..

Refurinn, þetta fallega dýr, sást fyrir rúmu ári við Costco í Garðabæ. Það kostaði stríðsfyrirsögn – enda eiga allir refir að vita að þeir eiga bara að vera krúttlegir og sætir, ….. sem lengst frá höfuðborgarsvæði landsins.

Og það þarf að byrja snemma að ala ungviðið upp í rétttrúarhugsunum..:

http://www.bokmos.is/forsida/vidburdir/nanar-um-vidburd/2019/03/19/Sogustund-Rebbi-er-svangur-thridudaginn-19.mars-kl.16.45/

Hvað á svangur refur að gera? Matarkistan “úti á landi” stækkar ekki í hlutfalli við fjölgun refa. Það á reyndar við um öll dýr sem lifa á öðrum dýrum. Eigum við að reyna að þjálfa hvali í að borða alls ekki loðnu?

Ferðastiklur RUV – um Fljótavík

Sjónvarp Ríkisútvarpsins sýnir Ferðastikluþátt að kvöldi 7.mars 2019, klukkan 20:05 . Í þessum þætti verður fjallað um Fljótavík. Spennandi – og skylduáhorf.

Lýsing sjónvarpsins um dagskrárliðinn er þessi:

Hún er ægileg, ströndin nyrst á Vestfjörðum. Tindum prýdd fjöll sem standa þverhnípt úr sjó, fjörulaus nánast með öllu, nema þar sem víkur og vogar skera björgin. Fljótavík er nyrsta bæjarstæðið á Vestfjörðum en byggðin fór í eyði um miðja síðustu öld. Á veturna er þarna kalt og hart en á sumrin fyllist víkin af lífi og gróður vex villt um allar brekkur. Í þessum lokaþætti fer Lára Ómarsdóttir ásamt föður sínum, Ómari Ragnarssyni, í Fljótavík þar sem hjartað slær í öðrum takti en í borginni.